fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Uppnám á ástralska þinginu: Þingmaður mætti til fundar í búrku

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir um tuttugu mínútna umræður stóð Pauline Hanson upp og tók af sér búrkuna.

Pauline Hanson þingmaður á ástralska þinginu mætti í dag til þingfundar klædd í svarta búrku. Hún sat í þessum klæðnaði í þingsalnum í tæpar tuttugu mínútur meðan umræður fóru fram um það hvort búrkur skyldu leyfðar sem klæðnaður á almannafæri í Ástralíu.

Hanson er formaður stjórnmálaflokksins One nation [Ein þjóð] en sá flokkur er þekktur fyrir andstöðu sína gegn innflytjendastefnu stjórnvalda og gagnrýni á íslam.

George Brandis dómsmálaráðherra tók til máls og fordæmdi þá hegðun þingmannsins að mæta til fundar í búrku. Hann sagði að ástralska ríkisstjórnin ætlaði ekki að banna búrkur.

Ég vil með virðingu aðvara þig Hanson þingmaður, að fara mjög, mjög varlega með tilliti til þeirra smánunar sem þú kannt að valda gagnvart trúarkennd annarra Ástrala. Um hálf milljón Ástrala er íslamstrúar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru löghlýðnir og góðir Ástralir.

Gerningur Paulin Hanson olli uppnámi í þinginu og kveikti heitar umræður. Sjálf hefur hún sagt að banna eigi búrkur meðal annars af öryggisástæðum þar sem þær hylji andlit fólks.

Forseta ástralska þingsins þótti ástæða til að taka fram að gengið hefði verið úr skugga um að þetta væri þingmaðurin Pauline Hanson í búrkunni áður en hún gekk inn í þingsalinn.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þingfundinum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina