fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. október 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taugar eru greinilega þandar fyrir kosningarnar sem eru eftir rúman hálfan mánuð.

Steingrímur J. Sigfússon þarf að biðjast afsökunar á því að hafa líkt Sjálfstæðisflokknum við fatlaða á framboðsfundi.

Bjarni Benediktsson liggur undir ámæli fyrir að hafa reiðst yfir fyrirspurn á fundi í Versló og fyrir að hafa skammast út í frétttamenn á 365.

Frambjóðandi Flokks fólksins delerar á kosningafundi á Akureyri og Inga Sæland þarf að setja ofan í við hann.

Benedikt Jóhannesson talar óvarlega í sjónvarpsviðtali. Umsvifalaust er hann settur af sem formaður Viðreisnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur við. Sumir segja reyndar að formannsskiptin eigi sér lengri aðdraganda.

Kosningabarátta hefur náttúrlega breyst þannig að frambjóðendur eru eiginlega alltaf í beinni útsendingu. Það er hægt að setja hvert glappaskot á netið með engum fyrirvara og slíkt breiðist út á augabragði. Menn mega ekki missa kúlið eitt augnarblik.

Á morgun rennur út frestur til að skila framboðum. Sigmundur Davíð ætlar að tilkynna endanlega um framboðsmál Miðflokksins og stefnu á morgun.

Sigmundur veit hvernig fjömiðlar virka og telur að með þessu geti hann átt sviðsljósið um helgina.

En það þarf líka að skila listum yfir meðmælendur í hádeginu á morgun, það getur verið seinlegt verk að safna þeim.

Hörður Ágústsson, sem situr í öðru sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður, auglýsir eftir meðmælendu á Facebook.

Hæ, ég hef verið frekar duglegur í að spamma ekki Facebook með kosningaáróðri. Mig vantar í staðinn frá ykkur að fá nokkur meðmæli í viðbót svo ég og Björt Framtíð geti boðið fram í Reykjavík Norður og Suður.

Þannig að, ef þú ert raunverulegur vinur minn og býrð í Reykjavík Norður eða Suður þá máttu endilega senda mér línu hér og ég annað hvort keyri til þín í dag eða við mælum okkur mót.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi