fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Valdarán í Simbabve – Mugabe handtekinn -Engir íslendingar taldir á svæðinu

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Mugabe hefur setið sem forseti Simbabve frá árinu 1987. Mynd/Getty images

Herinn í Simbabve hefur handtekið hinn 93 ára Robert Mugabe, forseta Simbabve og sett hann í stofufangelsi.
Að sögn talsmanna hersins beinast aðgerðirnar gegn spilltum aðstoðarmönnum forsetans, sem herinn kallar glæpamenn og aðeins sé verið að vernda forsetann.

Samkvæmt Urði Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins er ekki vitað um neina íslendinga á svæðinu:

 

 

„Okkur er ekki kunnugt um neina Íslendinga í Zimbabwe og við erum ekki með nein þróunarverkefni þar.
Ráðuneytið fylgist grannt með þróun mála.“

 

Víst má telja að aðgerðirnar séu liður í því að koma Emmerson Mnangagwa til valda, en Mugabe rak hann úr embætti varaforseta nýlega fyrir meinta óvirðingu, svik og leynimakk, að sögn Simon Moyo upplýsingaráðherra Simbabve. Hinsvegar telja stjórnmálaskýrendur ljóst að hin raunverulega ástæða að baki brottvikningunni hafi verið áætlun Mugabe að koma konu sinni Grace, til valda.

Herinn er nú mjög sýnilegur á götum Harare, höfuðborgar Simbabve. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar hafa verið herteknar og allt útlit fyrir að um augljósa valdaránstilburði sé að ræða.

Mugabe hefur setið á valdastóli frá árinu 1980, fyrst sem forsætisráðherra, en sem forseti frá árinu 1987.
Hann hefur tileinkað sér mikla einræðistilburði og lýst aðdáun sinni á sósíalísku samfélagi en er einna
best þekktur fyrir ofbeldisfulla eignaupptöku lands hvítra og útdeilingu þess til fátækra svartra bænda
milli 1982 og 1985, en talið er að um 10.000 manns hafi látist í átökunum við hina alræmdu 5. herdeild Mugabe.
Þá segja mannréttindasamtök að Mugabe sé ábyrgur fyrir dauða 3-6 milljón þegna sinna.

 

Heimild: The Guardian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm