fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Gunnar vill regluverk um hagsmunahópa – „Ekki langt í aðferð Pútíns“ segir Björn Bjarnason

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Svavarsson

Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og fyrrum þingmaður Samfylkarinnar, ritar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann gagnrýnir aðkomu „þriðja aðila“ að kosningum og áhrifin sem slíkir aðilar geta haft, sérstaklega á dögum samfélagsmiðla. Þeir séu ekki stjórnmálaflokkar og því gildi engar reglur um þá. Virðist sem Gunnar telji að slíkir hópar ógni lýðræðinu og telur  réttast að setja einhverskonar reglur eða lög um þá.

 

 

Gunnar segir til dæmis:

 

„Viljum við þá hafa það sem svo að stuðningsmenn vinstri auglýsi með sínum eigin orðum kosningastefnu hægrimanna og stuðningsmenn hægri auglýsi með sínum eigin orðum kosningastefnu vinstri manna, óhikað og athugasemdalaust? Er það rétt birtingarmynd á lýðræðislegri umræðu eða grefur það undan lýðræðinu? Eiga stuðningsmenn eða Skaptar heimsins að geta komið fram með hvað sem er, óhikað, á netmiðlum og í fjölmiðlum?“

 

Þeir hópar sem Gunnar er að tala um, eru til dæmis þeir sem stóðu fyrir myndböndum á Youtube í aðdraganda síðustu kosninga. Þá virðist hann nefna Skafta Harðarson sérstaklega, formann Samtaka skattgreiðenda. Svo virðist sem að Gunnar vilji koma á einhverskonar regluverki til að minnka áhrif og vægi slíkra hópa, en í greininni segir hann:

 

„Sauðir í úlfagærum og úlfar í sauðagærum viti sín takmörk og auglýsendur virði skrifaðar og óskrifaðar leik- og siðareglur lýðræðisins. Allir rammar geta tekið breytingum en um þessi mál eins og svo mörg fleiri er mikilvægt að þjóð sem byggir á lýðræðislegum vinnubrögðum hafi sameiginlegan vel skilgreindan samstöðuramma.“

 

Björn Bjarnason gagnrýnir grein Gunnars á heimasíðu sinni og segir að regluvæðing Gunnars sé hættulegri lýðræðinu heldur en þær hættur sem Gunnar nefnir. Þá líkir Björn hugmyndum Gunnars við ritskoðun og minnist á Vladimir Pútín í því sambandi:

„Af grein Gunnars verður ráðið að í bígerð sé að taka upp ritskoðun fyrir kosningar á vegum ríkisendurskoðunar til að hefta málfrelsi „óumbeðinna“ þriðju aðila. Það er ekki langt í aðferð Pútíns að láta yfirkjörstjórn lýsa þá ókjörgenga sem eru honum hættulegastir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins