fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Lögreglustjórar segja sig úr félagi forstöðumanna-Vilja að óháður aðili ákveði laun

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórar á Íslandi hafa allir gengið úr Félagi forstöðumanna ríkisstofnana (FFR). Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar að auki hafa tollstjóri, forstjóri Landhelgisgæslunar og forstjóri útlendingastofnunar gert hið sama. Ástæðan fyrir úrsögninni er sú að fyrir liggur frumvarp til laga á breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkissins, þar sem gert er ráð fyrir að ráðherra eða sérstök starfseining innan ráðuneytis ákveði laun forstöðumanna ríkissins.

 

Í umsögn Lögreglustjórafélagsins um frumvarpið segir að FFR sé ekki stéttafélag og samkvæmt lögum geti aðeins þeir sem fái laun sín ákvörðuð af kjararáði orðið félagsmenn. Það fá embættismennirnir ekki lengur. Þá segir einnig að félagið vilji að óháður aðili ákveði laun þeirra, óheppilegt sé að ráðherra taki ákvörðun um laun og starfskjör þessa hóps. Í nýlegri skýrslu GRECO, samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, er einmitt gagnrýnt hversu stuttur skipunartími lögreglustjóra er hér á landi. Og þegar líða fer að lokum skipunartíma gæti embættismenn átt það til að láta það hafa áhrif á afgreiðslu mála. Ef ráðherrann er svo sjálfur farinn að ákveða þessum sömu mönnum laun, þá held ég að það sé nú ansi sterk lína þarna á milli,“ segir Úlfar í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins