fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Spillingarnefnd segir hagsmunaskráningu þingmanna ábótavant – Fimm þingmenn hafa frest til 14. janúar

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd- Eyjan

Samkvæmt nýlegri skýrslu GRECO, nefnd samtaka Evrópuráðsins gegn spillingu, þarf að styrkja hagsmunaskráningu þingmanna á Íslandi og fylgja henni betur eftir. Í skýrslunni, sem er frá 6. desember, er sagt að stjórnvöld á Íslandi hafi fylgt eftir fimm af 10 tilmælum nefndarinnar frá því 2013, brugðist hafi verið við þremur tilmælum að hluta, en tvenn tilmæli hafi ekki verið uppfyllt. Brýnt sé að vinna umbótum á hagsmunaskráningu þingmanna, sem sé mikilvægt til að koma í veg fyrir spillingu.

 

Hafa skal í huga að þingsetning var 14. desember og nær efni skýrslunnar því ekki yfir nýja þingmenn frá síðustu kosningum. Þá hefur forsætisráðherra lagt til að starfshópur endurskoði siðareglur og hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og starfsmanna stjórnarráðsins.
Þingmenn hafa mánuð til að klára hagsmunaskráningu frá þingsetningu, sem gefur þeim frest til 14. janúar. Aðeins fimm þingmenn af 63 eiga eftir að klára hagsmunaskráninguna samkvæmt vef Alþingis, allt nýliðar. Þeir eru Bergþór Ólason, varaformaður Miðflokksins, Birgir Þórarinsson, Miðflokki, Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, Karl Gauti Hjaltason, varaformaður Flokks fólksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins.

 

Í samtali við Eyjuna kváðust þingmennirnir fimm allir ætla að ljúka við skráninguna fyrir tilsettan tíma. Einn þakkaði áminninguna, sumir báru við  kæruleysi og aðrir tímaleysi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins