fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

„Hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins“

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 17. desember 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ.

Kristján Þórður Snæbjarnason, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, skrifar í tilefni af verkfalli flugvirkja:

Nú eru flugvirkjar sem starfa hjá Icelandair komnir í verkfall til þess að sækja sér launahækkun enda með lausa kjarasamninga. Krafa sem sett hefur verið fram er á reiki en nefnd hefur verið hækkun upp á 20% á einu ári. 

Það er hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins koma fram og vara við því að þessi hópur fái launahækkun sem er svo rífleg og ef þeir fái hækkunina þá muni allt fara á hliðina. Það er ekki langt síðan að kjararáð úrskurðaði að alþingismenn og fleiri hópar í efsta lagi þjóðarinnar skuli hækka um 45% og það á einu bretti, á einum degi, sumir þeirra fengu launahækkun afturvirkt!

Það er þessum aðilum verulega til minnkunar að koma núna fram og vara við því að almennt launafólk megi ekki fá svona miklar hækkanir, sem er innan við helmingur af þeirra eigin launahækkun, því þá fari allt á hliðina. Þeir ættu hreinlega að skammast sín að vera ekki búnir að bregðast við kröfum almennings um að alþingismenn fylgi sömu línu og aðrir því geri þeir það ekki muni aðrir sækja sér samanburð í þeirra launahækkun. Miðstjórn RSÍ sem og trúnaðarmannaráðstefnur síðustu tveggja ára hafa varað við þessari stöðu án þess að Alþingi hafi hlustað. 

Það er því réttast að Alþingi og ríkisstjórnin líti í eigin barm og átti sig á því að þeirra er ábyrgðin.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur