Nú í hádeginu hefst fyrirlesturinn Kjarnorkuvopn: Er Ísland með eða á móti ? Fundurinn er á vegum Höfða friðarseturs, Samtaka hernaðarandstæðinga, Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og Róttæka sumarháskólans. Aðalræðumenn eru þeir Ray Acheson og Tim Wright frá alþjóðasamtökunum um útrýmingu kjarnavopna (ICAN) og munu ræða hinn nýja alþjóðasáttmála og færa rök fyrir því hvers vegna Ísland ætti að styðja hann. ICAN-samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2017 fyrir störf sín.
Þann 7. júlí síðastliðinn greiddu 122 þjóðir atkvæði með samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ísland var ekki í þeim hópi. Þess í stað skipaði það sér í flokk NATO-ríkja sem sniðgengu undirbúningsviðræðurnar í þeirri trú að bandarísk kjarnorkuvopn geti tryggt heimsfrið.
Fyrirlesturinn er haldinn í Lögbergi í Háskóla Íslands og hefst nú klukkan 12.
Fundarstjóri er Andri Snær Magnason.