Íslenska ríkið þarf ekki að greiða Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrum yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, skaðabætur vegna stefnu hennar þess efnis, að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, færði hana til í starfi í janúar í fyrra. Var íslenska ríkið sýknað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og málskostnaður felldur niður.
Aldís taldi tilfærslu Sigríðar vera stjórnvaldsákvörðun, jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi og hafi andmælaréttur hennar ekki verið virtur. Aldís fór fram á ógildingu auk 2,3 milljóna króna í skaðabætur, vegna fjárhagslegs tjóns sem hún hafi orðið fyrir sökum ákvörðunar lögreglustjóranns auk eineltis Sigríðar í hennar garð.
Viku eftir að Aldís fundaði með innanríkisráðherra vegna samskiptavanda innan embættisins, var hún færð til í starfi. Sigríður Björk sagðist sammála því að samskiptavandi væri fyrir hendi, en neitaði því að tilfærslan tengdist fundi Aldísar með ráðherra, heldur sagði hún að deildin sem Aldís fór fyrir, væri óstarfhæf undir hennar stjórn.
Því neitaði Aldís og sagðist hafa tekið við deildinni þegar miklir eriðleikar höfðu þegar gert vart við sig og kraumuðu undir niðri, meðal annars vegna meintra spillingarmála tveggja lögreglumanna. Annar þeirra var dæmdur, en hinn, sem hafði átt í nánu samstarfi með Aldísi, var hreinsaður af öllum ásökunum.
Svo virðist sem að samstarfsmenn Aldísar hafi skipts í tvo hópa, annar hópurinn bar Aldísi vel söguna sem starfsmanni og sagði hana vel liðna, meðan hinn sagði hana skorta hæfni í mannlegum samskiptum.