fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 11. desember 2017 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá sér tilkynningu þar sem fullyrðing Barnaverndarstofu er sögð röng.

 

 

Tilkynningin er svohljóðandi:

 

Velferðarráðuneytið telur mikilvægt að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum um samskipti þess og Barnaverndarstofu vegna alvarlegra athugasemda sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu forstjóra stofnunarinnar og starfsfólks hennar.  Er þetta gert í ljósi yfirlýsingar sem birt var á vef Barnaverndarstofu síðastliðinn föstudag.

Skyldur ráðuneytis sem fer með yfirstjórn barnaverndar í landinu

Velferðarráðuneytið er æðsta stjórnvald barnaverndar og ber því ríkar skyldur. Þegar tvær af stærstu barnaverndarnefndum landsins leita til ráðuneytisins með alvarlegar athugasemdir sem beinast að Barnaverndarstofu og forstjóra hennar ber ráðuneytinu að taka það alvarlega og bregðast við eins og vönduð stjórnsýsla býður. Barnavernd er afar viðkvæmur málaflokkur og algjörlega nauðsynlegt að tryggja eins og kostur er að einstaklingar og stofnanir sem gegna þar hlutverki geti unnið saman á grundvelli trausts og þess trúnaðar sem áskilinn er. Gangi það ekki eftir eru mikilvægir hagsmunir barna í húfi.

Málavextir

Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu er því haldið fram að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem varði „meintar“ kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu. Þetta er ekki rétt. Það liggur ljóst fyrir að kvartanir hafa verið gerðar, samanber minnisblað formanns barnaverndar Reykjavíkur sem getið er um í  yfirlýsingu Barnaverndarstofu og fleiri gögn sem ráðuneytið hefur látið Barnaverndarstofu í té, þar með taldar upplýsingar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar.

Í bréfi ráðuneytisins til forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 21. nóvember síðastliðinn, eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu komið á framfæri í kjölfar fundar þeirra og formanns barnaverndarnefndar Kópavogs sem þeir áttu með félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember. Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra.

Þegar Barnaverndarstofa óskaði eftir lengri fresti til að bregðast við bréfi ráðuneytisins var orðið við því í ljósi þess að stofan taldi sig þurfa lengri tíma til að skoða viðbótargögnin frá ráðuneytinu. Síðastliðinn föstudag var Barnaverndarstofu enn á ný veittur frestur vegna greinargerðar til ráðuneytisins sem stofan er að vinna og var þá litið til þess að um nýja málsástæðu væri að ræða þar sem Barnaverndarstofa hafði kynnt fyrir ráðuneytinu að stofunni væri nauðsynlegt að skoða gögn sem hún sjálf býr yfir allt aftur til ársins 2002.

Barnaverndarstofa hefur frest til að skila greinargerð gerð sinni til ráðuneytisins til hádegis 14. desember næstkomandi. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Barnaverndarstofu að þetta mál verði sett í forgang vegna þess hve brýnt það er.

Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu kemur fram að stofan hafi óskað eftir að lagt verði mat á hvort skrifstofustjórinn sem fer með málefni barnaverndar í ráðuneytinu kunni að vera vanhæfur vegna fyrri starfa sinna hjá Reykjavíkurborg. Slíkt mat verður gert og ætti að liggja fyrir á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk