
Samkvæmt könnun Small Arms Survey, jókst morðtíðni í heiminum á síðasta ári, í fyrsta skipti í áratug. Í fyrra voru samtals 385,000 manns vegnir í morðmálum víðsvegar um heiminn sem eru 8,000 fleiri morð en árið á undan. Efstu fimm löndin, með hæstu morðtíðnina, eru Sýrland, El Salvador, Venesúela, Hondúras og Afganistan, en aðeins tvö þessara landa eru skilgreind sem stríðsátakalönd; Sýrland og Afganistan.
Morðtíðnin per 100,000 íbúa er því 5.15 manns, sem er 0.04 % meira en árið 2015, þegar búið er að reikna inn fólksfjölgun. Af þeim 23 löndum sem hafa morðtíðni yfir 20 manns per 100,000 íbúa, eiga 14 þeirra ekki í stríðsátökum, en meðal þeirra eru til dæmis Brasilía, Dóminíska lýðveldið og Suður-Afríka. Hinsvegar er morðtíðnin í þessum svo há, að hún jaðrar við lönd sem eiga í stríði, eða „high-intensity conflicts“.
Flestir féllu í valinn af völdum vopnaðra átaka árið 2014, eða 143,000 manns, en 2015 var talan 119,000 manns. Í fyrra féll talan í 99,000 manns. Með þessu lækkaði tíðni ofbeldisfullra dauðdaga úr 7,73 per 100,000 íbúa niður í 7,50 milli 2015 og 2016. En hinsvegar, ef fólksfjölgun heldur áfram á sama hraða, mun fjöldi ofbeldisfullra dauðdaga árið 2030 verða um 610,000 manns, samkvæmt Claire McEvoy og Gergely Hideg, sem framkvæmdu könnunina.
Heimild: The Guardian