fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Hannes Hólmsteinn „miðlungi ánægður“ með leikdóm um Guð blessi Ísland

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mynd/DV

Stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurason, sem gjarnan er nefndur til sögunnar sem hugmyndafræðingur frjálshyggjunar á Íslandi, virðist ekki par sáttur við leikdóm sem birtist í Kvennablaðinu um sýninguna Guð blessi Ísland, hvar gert er grín að honum og Davíð Oddsyni.

 

Á Facebook-síðu sinni segir Hannes:

 

 

„Ég er nú ekki mjög móðgunargjarn, enda yrði ég þá líklega að hafast heima við alla daga. En ég var miðlungi ánægður með lokaorðin í þessari málsgrein í dómi í Kvennablaðinu um leikritið Guð blessi Ísland.“

 

Í leikdómnum segir:

„Ætli nokkur karakter hafi átt sér glæsilegri innkomu á leiksvið en Davíð Oddsson, leikinn af Brynhildi Guðjónsdóttur, standandi á líkbíl merktum Seðlabanka Íslands og við stýrið Hannes Hólmsteinn Gissurarson, leikinn af Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Og þær báðar meistarar eftirhermunnar, hvor í sínum karakter og gera þá Davíð og Hannes sjarmerandi og þokkafulla á þann hátt sem hvorugur þeirra er megnugur sjálfur.“

 

Loks spyr Hannes Hólmsteinn:

„Hvernig þekkir þessi dómari, sem ég þekki hvorki haus né sporð á, til mín á þann hátt, að hann geti fullyrt þetta um mig?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður