fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Samtök atvinnulífsins: „Stjórnarsáttmálinn kostar 90 milljarða á ári“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins hafa reiknað út að árlegur kostnaður við stjórnarsáttmálann nemi 90 milljörðum króna. Þá er miðað við þann tímapunkt þegar allar boðaðar aðgerðir eru komnar til framkvæmda. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdarstjóri SA við Viðskiptablaðið í dag.
Hann segir að samtökin hafi farið vel yfir stjórnarsáttmálann en sakni þess að ekkert sé talað um aðhald og niðurgreiðslu skulda, því á toppi hagsveiflunnar þurfi að sýna ráðdeild, þar sem vaxtabyrði Íslands sé ein sú mesta meðal OECD ríkjanna.

„Við teljum að árlegur kostnaður við sáttmálann, og þær aðgerðir sem í honum eru boðaðar, nemi um 90 milljörðum króna þegar þær eru allar að fullu komnar til framkvæmda. Í þessu mati okkar erum við að miða við þær forsendur sem lesa má út úr stjórnarsáttmálanum en þær eru ekki tæmandi. Okkur sýnist því að verið sé að bæta verulega í útgjöldin. Kostnaðarsömustu liðirnir tengjast samgöngum, fjarskiptum og byggðamálum, en einnig heilbrigðismálum, sem og mennta- og menningarmálum,“

 

sagði Halldór.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk