fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Loðnuvinnslan mótmælir mengandi laxeldi í Fáskrúðsfirði – Jafngildir skólpi frá 120.000 manns

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Stjórn Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði mótmælir harðlega áformum um fyrirhugað  laxeldi á staðnum, þar sem ekki hafi farið fram heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Áform um 15.000 tonna eldisframleiðslu eru nú í umsagnarferli, sem er sambærilegt við alla eldisframleiðslu á landinu í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.

 

 

Samkvæmt tilkynningunni eru mengandi áhrif laxeldisins það mikil, að rekstur loðnuvinnslunar er í hættu. Er nefnt að mengun frá  15.000 tonna laxeldi jafngildi skólpi frá 120.000 manna byggð, en hrognavinnsla þess byggist á að dæla hreinum sjó úr firðinum. Loðnuvinnslan er stærsti atvinnuveitandinn í plássinu, með 150 manns í vinnu að jafnaði.

Þá er gagnrýnt að hvergi í fjögurra ára ferli, hafi verið leitað umsagna fyrirtækisins, Fjarðabyggð hafi enga lögsögu í málinu og málið sé allt á könnu Umhverfis- og Skipulagsstofnunar.

 

Hér má lesa yfirlýsinguna:

 

Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði sem nú er í umsagnarferli án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Samkvæmt fyrirliggjandi frummatsáætlun eru áform um 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem fylgja munu margvísleg umhverfisáhrif.

Fyrirtækið Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á reglbogasilungi/laxi sem ekki er enn farið að nýta og til viðbótar eru í ferli áætlanir fyrirtækisins um 7.854 tonna framleiðsluaukningu í Fáskrúðsfirði. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum en gangi þessi áform eftir stefnir í um 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er sambærilegt og öll eldisframleiðsla í landinu í dag.

Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar
klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun
frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt
óhreinsuðu í fjörðinn.
Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði en þar starfa að jafnaði 150 manns. Hrognavinnsla er mjög mikilvæg í rekstrinum og er á þessu ári yfir 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins. Undirstaða þessarar vinnslu er mikið magn af hreinum og ómenguðum sjó sem dælt er úr firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar gerir alvarlega athugasemd við að ekki var leitað umsagnar félagsins um þessi áform og að hvergi í frummatsskýrslunni er minnst á þann möguleika að mengandi efni frá fyrirhuguðu fiskeldi muni hafa áhrif á gæði sjávarins og þar með hrognavinnslu í Fáskrúðsfirði.

Samkvæmt frummatsskýrslu laxeldisfyrirtækjanna er staðsetning og stærð fyrirhugaðra sjókvía mjög á reiki og er umfangið sýnt allt frá því að vera lítið og til þess að loka nánast firðinum. Þar sem gert er ráð fyrir mestri starfsemi er fjörðurinn um 1300 metrar á breidd og siglingaleiðin innan við 400 metrar. Það er því ljóst að fyrirhugað laxeldi mun þrengja verulega að siglingaleiðum en gott aðgengi skipa er fyrirtækinu lífsnauðsynlegt.

Stjórn Loðnuvinnslunnar furðar sig á að þessi áform hafi verið í undirbúningi í nær 4 ár án þess að umsagna fyrirtækisins hafi verið leitað. Þá er það óskiljanlegt að sveitarfélagið Fjarðabyggð skuli ekki hafa neina lögsögu í máli sem varðar starfsemi sem hefur verið ein af lífæðum Fáskrúðsfjarðar um árabil, heldur er það fjöregg algjörlega á valdi Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.

F.h. stjórnar Loðnuvinnslunnar hf.
Lars Gunnarsson formaður. Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk