RÚV hefur ráðið þrjá nýja framkvæmdarstjóra sem hluta af uppfærðu stjórnskipulagi er styður við nýja stefnu RÚV til 2021. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú.
Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.
Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2
Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vakstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚV
Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla
Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.
Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla
Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.
Stefna RÚV til 2021 og uppfært skipulag
Nýtt skipulag miðar að því að styrkja dagskrárþróun, framleiðslu og miðlun til stafrænnar framtíðar í takt við stefnu RÚV til 2021. Fækkað verður í framkvæmdastjórn, markvissri dagskrárstjórn komið á en yfirstjórn RÚV verður í framkvæmdaráði, sem samanstendur af dagskrárstjórn og framkvæmdastjórn.
Árið 2014 voru gerðar miklar breytingar á yfirstjórn RÚV og þá var komið á kynjajafnvægi í yfirstjórn RÚV. Í framkvæmdaráði RÚV sjö konur og sjö karlar. Í framkvæmdastjórn eru fjórar konur og tveir karlar en í dagskrárstjórn fjórir karlar og ein kona.
Alls 22 drógu umsókn sína til baka, eftir að þeim var gerð grein fyrir að nöfn umsækjenda yrðu birt.
Þeir sem sóttu um störfin eru eftirfarandi:
Þeir sem sóttu um stöðu framkvæmdastjóra miðla:
Agnes Marinósdóttir Deildarstjóri
Birgir Sigfússon Framkvæmdastjóri
Birkir Guðlaugsson Viðskiptafulltrúi
Brynjólfur Ægir Sævarsson MBA
Eldar Ástþórsson Upplýsingafulltrúi
Glúmur Baldvinsson M.Sc. í alþjóðasamskiptum
Guðmundur Gunnarsson Framkvæmdastjóri
Gylfi Þór Þorsteinsson Rekstrarstjóri
Hólmgeir Baldursson Framkvæmdastjóri
Jóna Finnsdóttir Framkvæmdastjóri
Karl Pétur Jónsson MBA
Liam Joseph Davies B.A. í blaða- og fréttamennsku
Ólafur Freyr Frímannsson Lögmaður
Ólafur Ólafsson Viðskiptafræðingur
Rúnar Freyr Gíslason Leikari
Sólveig Dagmar Þórisdóttir Hagnýtur menningarmiðlari
Svava Lóa Stefánsdóttir Framleiðandi
Viðar Bjarnason Verktaki
Þór Ómar Jónsson Leikstjóri / framleiðandi
Þeir sem sóttu um stöðu framkvæmdastjóra framleiðslusviðs:
Alfreð Sturla Böðvarsson Leikmynda- og ljósahönnuður
Birna Ósk Hansdóttir Framleiðslustjóri
Elín Sveinsdóttir Dagskrárframleiðandi
G. Orri Rósenkranz Verkefna- og verkstjóri
Gísli Berg Guðlaugsson Framkvæmdastjóri
Glúmur Baldvinsson M.Sc. í alþjóðasamskiptum
Guðrún Lilja Magnúsdóttir Samhæfingarstjóri
Gunnlaugur Þór Pálsson Framleiðandi / leikstjóri
Halldór Þorgeirsson Kvikmyndaframleiðandi
Hólmgeir Baldursson Framkvæmdastjóri
Jóhann Ólafur Kjartansson Leikstjóri og framleiðandi
Sólveig Dagmar Þórisdóttir Hagnýtur menningarmiðlari
Steinunn Þórhallsdóttir Ferla- og skipulagsstjóri
Svava Lóa Stefánsdóttir Framleiðandi
Úlfur Helgi Hróbjartsson Framkvæmdastjóri
Vera Sölvadóttir Framleiðslustjóri
Vigfús Ingvarsson Sérfræðingur
Þeir sem sóttu um stöðu dagskrárstjóra númiðlunar og Rásar 2:
Agnes Marinósdóttir Deildarstjóri
Anna Claessen Markaðsstjóri
Baldvin Þór Bergsson Frétta- og dagskrárgerðarmaður
Davíð Már Gunnarsson Verkefnastjóri
Eldar Ástþórsson Upplýsingafulltrúi
Glúmur Baldvinsson M.Sc. í alþjóðasamskiptum
Gylfi Þór Þorsteinsson Rekstrarstjóri
Halldóra Ósk Reynisdóttir Innanhússarkitekt
Hallur Guðmundsson Miðlunar- og samskiptafræðingur
Matthías Már Magnússon Tónlistarstjóri
Ólafur Páll Gunnarsson Útvarpsmaður
Rannveig Hafsteinsdóttir Tölvunarfræðingur
Rebekka Blöndal M.A. í blaða- og fréttamennsku
Rúnar Freyr Gíslason Leikari
Sigurður Ásgeir Árnason Framkvæmdastjóri
Steindór Gunnar Steindórsson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Svavar Helgi Jakobsson Fjölmiðlafræðingur
Unnur Aldís Kristinsdóttir Sölu- og markaðsstjóri