fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Ísland ennþá latast við að framfylgja tilskipunum EES þrátt fyrir bætingu

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 6. apríl 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í neðsta sæti þegar innleiðingahallinn er tekinn saman.

Innleiðingahalli Íslands hvað varðar EES-tilskipanir er nú 1,8 prósent en var í maí 2017 2,2 prósent. Ísland er þó enn í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá því í maí 2017 fram í nóvember sama ár var kynnt í dag, 6. apríl. Þar er gerð grein fyrir árangri EES-ríkjanna innan EFTA við innleiðingu EES-gerða og gerður samanburður á frammistöðu þeirra og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá er lögð sérstök áhersla á innleiðingu tilskipana, en hægt er að bera þær upplýsingar saman við innleiðingu ESB-ríkja, en það sama á ekki við um innleiðingu reglugerða.

Samkvæmt yfirliti ESA er Ísland eina EES-ríkið innan EFTA sem hefur bætt frammistöðu sína frá því í maí 2017 þegar kemur að innleiðingu á tilskipunum. Ísland er þó enn í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman yfir umrætt tímabil.

Innleiðingarhalli Íslands var í maí 2017 2,2 prósent  en er nú orðinn 1,8 prósent þar sem fimmtán tilskipanir hafa ekki verið innleiddar að fullu á réttum tíma. Í Noregi jókst innleiðingarhalli frá síðasta frammistöðumati og fór hann úr 0,2prósent í 0,5 prósent og innleiðingarhalli jókst lítillega hjá Liechtenstein úr 1,2 prósent í 1,3 prósent. Frá ársbyrjun 2011 hefur það verið markmið ESB og ESA að aðildarríkin haldi innleiðingarhallanum undir 0,5 prósent.

Frammistöðumat ESA má nálgast á vefsetri stofnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna