fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Sigmundur Ernir: „Fjölmiðlum mun fækka á komandi misserum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 2. apríl 2018 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri og dagskrárstjóri Hringbrautar, er ekki bjartsýnn fyrir hönd fjölmiðla í pistli sínum í dag er nefnist „Pólitísk sátt um aðgerðarleysi“. Hann segir alla stjórnmálaflokka styðja aðstöðumun fjölmiðla, af mismunandi forsendum og þeim muni fækka á komandi misserum:

„Frjálsum og einkareknum fjölmiðlum mun fækka á komandi misserum. Þróttmikil umræða og aðhaldsrík fréttamennska mun víkja fyrir einsleitni og fábreytni á þessu mikilvæga sviði samfélagsins. Ástæðan er ofureinföld. Á Íslandi ríkir pólitísk sátt um aðstöðumun á fjölmiðlamarkaði, svo mikinn raunar að ef hann gilti á öðrum lendum atvinnulífsins væru opinberar eftrlitsstofnanir þegar búnar að taka þar til.

Ríkisútvarpið fær ekki einasta milljarða meðgjöf ríkissjóðs, jafnt á fjárlögum sem aukafjárlögum og til þrautavara bakfærðar leiðréttingar, heldur fer það fram á auglýsinga-, kostunar- og kynningarmarkaði af slíku offorsi að einkareknir fjölmiðlar hafa þar ekki bolmagn til að keppa við sterkustu markaðsdeild í faginu sem veifar náttúrlega hæstu áhorfstölunum framan í kúnnann – og eykur aðstöðumuninn enn meira.

Þetta styðja allir stjórnmálaflokkar, Vinstri græn í nafni forsjárinnar, Framsókn í nafni sögunnar, Samfylkingin í nafni kúltúrsins, Miðflokkurinn í nafni þjóðarinnar, Flokkur fólksins í nafni almennings, Píratar í nafni upplýsingar, Viðreisn í nafni frjálsræðis og Sjálfstæðisflokkurinn í nafni staðreynda; hann hefur langoftast haft völdin í ráðuneyti fjölmiðla síðustu áratugi og sýnt þar einbeitt og óumdeilt aðgerðarleysi í verki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm