fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Eyþór Arnalds: „Monty Python hefði ekki getað orðað þetta betur.“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í nýjasta hefti Þjóðmála, hvar hann fer um víðan völl í gagnrýni sinni á núverandi borgarstjórnarmeirihluta og fer yfir það sem honum finnst að betur megi fara.

Eyþór hefur áður nefnt tilhneigingu borgarstjórnar til að skipa starfshópa. Eyþór ítrekar að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi skipað starfshóp þriðja hvern dag sem hann hefur verið í embætti, eða alls 351 starfshóp.

Hann bendir síðan á að í febrúar hafi enn einn starfshópurinn verið skipaður, sem sé starfshópur um „miðlæga stefnumótun.“

Eyþór birtir síðan málsgrein úr erindisbréfi starfshópsins, sem á að útskýra hlutverk hans, en kemur síðan með nokkuð hnyttna athugasemd, sem hittir naglann á höfuðið:

 

„Hlutverk starfshópsins er að vinna að umbótum og samræmdri framkvæmd í stefnumótun og stefnuframkvæmd, einkum í miðlægri stjórnsýslu og miðlægri stefnumótun. Að fá bætta yfirsýn yfir þær miðlægu stefnur og stefnumarkandi skjöl sem eru fyrir hendi og tengingu við undirstefnur og áætlanir málaflokka. Jafnframt fá yfirsýn yfir þær aðferðir sem notaðar eru við miðlæga stefnumótun. Á grundvelli greiningarvinnu setji starfshópur fram viðmið um bestu framkvæmd við stefnumótun.“

 Monty Python hefði ekki getað orðað þetta betur.“

 

Varla er um það deilt, að mikillar einbeitingar er krafist af lesenda þessarar málsgreinar, eigi hún að skiljast.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna