fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Össur um landsfund Sjálfstæðisflokksins: „Nú er Bjarni Ben kjörinn formaður með þessari sósíaldemókratísku leið“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson

Frá því var greint í dag að formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina verði framkvæmt með rafrænni kosningu, þar sem allir skráðir flokksmenn hafi kosningarétt. Þó verður hafður sá hátturinn á, að þeir sem mæta á landsfundinn, geta enn kosið með gamla laginu, það er skriflega.

Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, var fljótur að gera góðlátlegt grín að þessu fyrirkomulagi Sjálfstæðisflokksins á Facebooksíðu sinni. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert óspart grín að Samfylkingunni þegar hún hafi tekið upp á því að nýta sér tæknina, en núna, daginn sem Samfylkingin mælist stærst í Reykjavík, sé tilkynnt um að Bjarni Ben verði kjörinn formaður með þessari „sósíaldemókratísku“ leið:

 

„Sjálfstæðismenn gerðu óspart grín að því þegar Samfylkingin braut í blað og tók upp rafrænar kosningar í ýmsum kjörum flokksins. Aðrir flokkar hafa meira og minna tekið þetta upp. Nú er Bjarni Ben kjörinn formaður með þessari sósíaldemókratísku leið. Kannski er táknrænt að frá þessu er sagt á sama degi og Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík. Líklegast er það Katrín Jakobsdóttir sem hefur þessi jákvæðu áhrif á Bjarna. En hver bjargar henni frá því að binda ráð sitt við refshala?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei