fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Björt svarar fyrir sig: „Össur krúttmús fer með gífuryrðum fram til þess að reyna að pirra fólk eins og mig“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 12. mars 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.
Mynd: DV

Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, svarar fyrir sig á Facebooksíðu sinni í dag, en Össur Skarphéðinsson hafði fyrr í morgun skrifað um endalok Bjartrar framtíðar í minningargreinastíl, eftir að ljóst var að flokkurinn myndi ekki bjóða fram lista í borgarstjórnarkosningum.

 

„Jæja hvað annað er að frétta en að Össur krúttmús fer með gífuryrðum fram til þess að reyna að pirra fólk eins og mig og fá fyrir vikið fleiri fyrirsagnir og myndir af sjálfum sér á miðlunum. Ég skil vel að það sé erfitt að það sé enginn lengur að pæla i því hvað maður sé að gera, tengi meira að segja við tilfinninguna -gamla sem er ekki lengur ráðherra eða neitt! En þessi aðferð til þess að koma sér í umræðuna er heldur þreytt,“

 

segir Björt. Þá sakar hún Össur einnig um hrútskýringar:

 

„Ef ég ætti krónu fyrir hvert skipti sem margir ágætir karlar á miðjum (en fínum) aldri hafa boðist til þess að útskýra veruleikann fyrir mér og öllum hinum um ýmis mál, eins og stjórnmálaflokkinn Bjarta Framtíð, ja þá væri ég moldrík elskurnar mínar. Annars bara góð að njódda og liffa.“

(Hrútskýring: Þegar karlmenn útskýra eitthvað fyrir konum á yfirlætislegan og lítillækkandi hátt og gefa sér að þeir viti betur.)

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin