fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Ingvar Mar svarar Pawel varðandi ókeypis strætóþjónustu

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. mars 2018 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Mar Jónsson

Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, var gagnrýndur í gær af Pawel Bartoszek, sem ætlar sér sæti ofarlega á lista Viðreisnar, en hann er fyrrum þingmaður flokksins. Pawel sagði hugmynd Framsóknar um „frítt í strætó“ vera vonda, því þannig yrði skorið í burtu tveir milljarðar af rekstrarfénu, sem myndi skila sér í verri þjónustu og nánast tvöföldun á framlögum sveitafélaganna.

Ingvar Mar segir kostnaðinn vera nær einum milljarði:

„Það kostar nær einum milljarði að hafa frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu því fargjaldatekjur strætó upp á 2 milljarða eiga við um allar ferðir strætó, semsagt líka út á land.“

Þá segir hann verkefni sem slíkt hafa gengið vel á Akureyri:

„Þetta hefur virkað á Akureyri.  Frítt í strætó er góð og ódýr leið til að greiða fyrir umferð á götum borgarinnar og til að fá fleira fólk í vagnana. Þess vegna viljum við Framsóknarfólk hafa frítt í strætó í eitt ár á höfuðborgarsvæðinu sem tilraunaverkefni. Akureyringar þrefölduðu farþegafjöldann á þremur árum með því að hafa „Frítt í strætó,“

segir Ingvar og vísar í frétt frá árinu 2010  þar sem ánægju er lýst með framtakið fyrir norðan:

Samkvæmt upplýsingum Odds Helga Halldórssonar formanns framkvæmdaráðs er gert ráð fyrir því að áfram verði frítt á strætó á Akureyri á næsta ári. Oddur Helgi segir að samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs hafi verið settar 104 milljónir króna í rekstur Strætisvagna Akureyrar og að gert sé ráð fyrir að þær áætlanir standist. Áður en frítt var í strætó á Akureyri var árlegur farþegarfjöldi um 150 þúsund á ári. Árið 2007, þegar fyrst var ákveðið að hafa frítt í strætó, ferðuðust um 330 þúsund manns með vögnum SVA og árið 2008 voru farþegarnir um 440 þúsund alls. Á síðasta ári voru farþegar SVA um 480 þúsund og á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði enn fleiri eða á bilinu 480-500 þúsund.

 

„Frítt í strætó er góð og ódýr leið til að greiða fyrir umferð á götum borgarinnar og til að fá fleira fólk í vagnana. Þess vegna viljum við Framsóknarfólk hafa frítt í strætó í eitt ár á höfuðborgarsvæðinu sem tilraunaverkefni. Akureyringar hafa þrefaldað farþegafjöldann með því að hafa „Frítt í strætó“,

segir Ingvar á Facebooksíðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti