fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Launamunur kynjanna dregst saman

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn Hagstofu Íslands á launamun kynjanna í samvinnu við aðgerðarhóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti leiðir í ljós að launamunur kynjanna minnkaði á tímabilinu 2008-2016. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Konur voru að jafnaði með 6,6% lægri laun en karlar árið 2008 en leiðréttur munur minnkaði í 4,5% árið 2016, metið með hefðbundinni aðhvarfsgreiningu fyrir hvert ár.

Óskýrður launamunur var 4,8% en skýrður launamunur 7,4% á öllu tímabilinu 2008-2016. Skýrður launamunur segir til um hversu stór hluti launamunar skýrist af þeim skýringarþáttum sem lagðir eru til grundvallar í greiningunni en óskýrður stendur fyrir þann launamun sem ekki tókst að skýra.

Skipting tímabilsins 2008-2016 í þriggja ára tímabil leiðir í ljós stöðugt minnkandi launamun og fór óskýrði launamunurinn úr 4,8% á árunum 2008-2010 í 3,6% á árunum 2014-2016.

Sundurliðun á leiðréttum launamun 2008-2016,%
Skýrður Óskýrður Alls
2008-2010 9,7 4,8 14,5
2009-2011 8,6 4,6 13,2
2010-2012 8,2 4,6 12,8
2011-2013 7,9 4,5 12,4
2012-2014 7,2 4,4 11,6
2013-2015 6,8 4,1 10,9
2014-2016 6,6 3,6 10,2
2008-2016 7,4 4,8 12,2

Beita má ýmsum tölfræðiaðferðum við mat á launamun karla og kvenna. Hins vegar er erfiðleikum bundið að finna hinn eiginlega launamun sem hægt er að rekja eingöngu til kyns enda eru óvissuþættir margir. Helst má þar nefna takmarkanir gagna, skýribreytur og forsendur sem lagðar eru til grundvallar tölfræðiaðferðum. Þeir fyrirvarar eiga við niðurstöður þessarar rannsóknar eins og um aðrar rannsóknir á þessu sviði.

Rannsókn á launamun kynjanna 2008-2016 byggir á gagnasafni Hagstofunnar þar sem launagögn eru auðguð með lýðfræðiupplýsingum. Gagnasafnið byggir á 615 þúsund athugunum á launum einstaklinga á aldrinum 18-67 ára yfir allt tímabilið. Um er að ræða endurtekna rannsókn frá árinu 2015 sem Hagstofa Íslands vann í samvinnu við aðgerðarhóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnfrétti áranna 2008-2013. Að þessu sinni nær rannsóknin einnig til áranna 2014-2016 auk þess sem upplýsingar um menntun og starf voru bættar. Meiri gæði gagna hafa aukið nákvæmni greiningar og er launamunur eldri ára nú metinn minni en í niðurstöðum fyrri rannsóknar.

Nánari umfjöllun og niðurstöður má finna í hagtíðindum um Rannsókn á launamun kynjanna 2008-2016.

Rannsókn á launamun kynjanna 2008-2016 – Hagtíðindi

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“