fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Óánægja með ráðherrafund um málefni United Silicon – Vilja íbúakosningu um framhaldið

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, ásamt Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, funduðu um málefni United Silicon kísilverksmiðjunnar og svöruðu spurningum fundarmanna í Duus-húsinu í Keflavík um helgina.

Af því tilefni sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í viðtali við Víkurfréttir, að hann teldi réttast að fara með málið í íbúakosningu, ef nýr aðili kæmi að rekstri fyrirtækisins:

„Ef það kemur nýr aðili að rekstri kísilvers United Silicon tel ég að Reykjanesbær eigi að fara með málið í íbúakosningu. Lykilatriðið er að við sendum út ný skilaboð til bæjarbúa. Við viljum ekki meiri stóriðju í Helguvík og eigum ekki að vera tilraunadýr fyrir svona starfsemi. Það hafa orðið miklar breytingar og bæjarfélagið treystir nú orðið meira á ferðaþjónustu. En þessi fundur VG var marklaus. Frummælendur voru óundirbúnir og margt var óljóst. Ég hélt að þeir kæmu með eitthvað nýtt fram að færa,“

 

sagði Friðjón og var vonsvikinn með fundinn og framgöngu ráðherra:

„Það kom ekkert nýtt fram hjá þeim nema vangaveltur. Hvorki ráðherra né Ari Trausti þingmaður voru tilbúnir að styðja við brotthvarf kísilverkmiðjunnar í Helguvík. Ég átti von á því að þeir kæmu með eitthvað nýtt en svo var ekki,“

sagði Friðjón við Víkurfréttir.

Eftir útsendinguna sagði Friðjón að oddvitar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar væru sammála um að bæjarbúar ættu að hafa síðasta orðið í málinu.

Samkvæmt Víkurfréttum sagði ráðherra ljóst að margt hefði farið úrskeiðis  í undirbúningi verksmiðjunnar og mikilvægt væri að fá niðurstöðu ríkisendurskoðunar á rannsókn þess efnis hvort einhverjar ríkisstofnanir hefðu brugðist í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku