fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Óvíst hvort kæruleið barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna verði tekin upp hér á landi

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2011  ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að setja á stofn svokallaða kæruleið fyrir börn og fulltrúa þeirra sem telja að aðildarríki hafi brotið  gegn rétti barnsins, samkvæmt ákvæðum Barnasáttmálans. Bókunin tók þó ekki gildi fyrr en árið 2014. Árið 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi.

Hinsvegar hafa stjórnvöld á Íslandi enn ekki sótt um aðild að þriðju valfrjálsu bókuninni við sáttmálann, og því hafa börn og/eða fulltrúar þeirra sem telja brotið á réttindum barna á Íslandi, ekki möguleika á þessari kæruleið. Ef stjórnvöld hinsvegar stíga skrefið til fulls, opnast ein kæruleið til viðbótar, þegar kæruleiðir á Íslandi eru fullreyndar og því um mikilvægt úrræði þegar kemur að réttindum barna.

Ekki er þó víst að þessi leið verði tekin upp, ef marka má svör frá dómsmálaráðuneytinu, þrátt fyrir áskoranir þar um, til dæmis frá Umboðsmanni barna. Í skýrslu Umboðsmanns barna frá 2017 eru lagðar fram tillögur til úrbóta á viðhorfi og þekkingu á réttindum barna. Þar er til dæmis lagt til að íslenska ríkið fullgildi og innleiði 3. valfrjálsu bókunina við Barnasáttmálann.

Í svari við fyrirspurn Eyjunnar til dómsmálaráðherra um hvort til standi að fullgilda bókunina segir:

„Enn hefur ekki verið tekin formleg afstaða til þess hvort og þá hvenær umrædd bókun verður fullgilt hér á landi. Það er mat sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins að umrædd bókun þarfnist frekari skoðunar, til dæmis með hliðsjón af því hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á lögum og lagaframkvæmd til þess að hægt sé að fullgilda bókunina. Dómsmálaráðherra hefur því falið stýrihópi Stjórnarráðsins í mannréttindum að  taka bókunina til umfjöllunar á næstu mánuðum, ásamt öðrum sambærilegum bókunum sem fela í sér kæruheimildir til eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna.“

 

Opnist þessi kæruleið hér á landi, er hægt að skjóta málum íslenskra barna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vægi hennar er á við Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, það er, hún er ekki dómstóll, heldur nefnd sem tekur ákvarðanir og gefur álit. Íslenskum stjórnvöldum bæri til dæmis ekki lagaleg skylda til að fara eftir ákvörðunum nefndarinnar. Hinsvegar þyrftu stjórnvöld að taka þær til greina og rökstyðja vel gagnvart nefndinni ef þau kysu að hundsa álit nefndarinnar, líkt og í kvótamálinu svokallaða frá 2003, sem lauk ekki fyrr en árið 2012 þegar Mannréttindanefnd taldi íslensk stjórnvöld hafa farið eftir vilja nefndarinnar að hluta „með ásættanlegum hætti.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“