fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Aukin aðkoma Landhelgisgæslunnar að sjúkraflugi til skoðunar

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að meta hvort ávinningur sé af því að auka aðkomu Landhelgisgæslu Íslands að sjúkraflugi. Ráðherra hefur skipað starfshóp um málið sem ætlað er að skila niðurstöðum sínum um miðjan mars næstkomandi.

Auk þess að meta mögulegan ávinning, faglegan og fjárhagslegan, af aukinni aðkomu Landhelgisgæslunnar að sjúkraflugi, hvort heldur með þyrlum eða öðrum flugvélum, er starfshópnum einnig falið að meta aðra mögulega kosti þyrlusjúkraflugs, meðal annars með hliðsjón af þeim tillögum sem kynntar voru í skýrslu fagráðs um sjúkraflutninga frá árinu 2017. Í þeirri skýrslu fjallaði fagráðið um notkun á þyrlum hér á landi til að sinna flutningi á bráðveikum og slösuðum sjúklingum.

Formaður starfshópsins er Elsa B. Friðfinnsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ólafur Gunnarsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, Sigurður Einar Sigurðsson, fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands, Inga Þórey Óskarsdóttir, fulltrúi dómsmálaráðuneytisins, Sandra M. Sigurjónsdóttir, fulltrúi Landhelgisgæslu Íslands og Viðar Magnússon fulltrúi Fagráðs sjúkraflutninga.

Starfshópurinn skal skila tillögum sínum til heilbrigðisráðherra eigi síðar en 15. mars 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“