fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Baráttan um borgina hafin – Dagur segir Eyþór ráðast gegn lífsgæðum fólks

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór og Dagur berjast um borgina Samsett mynd/DV

Skotin eru byrjuð að fljúga á milli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Eyþórs Arnalds, borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins. Dagur var viðmælandi RÚV í gærkvöldi, þar sem hann sagði vanta verktaka og mannskap til uppbyggingar á íbúðarhúsnæði, en í skýrslu Íbúðarlánasjóðs segir að 17.000 íbúðir vanti til að mæta þörf og uppsöfnuðum skorti, en Dagur hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt og vel við húsnæðisvandanum.

Eyþór Arnalds deildi frétt RÚV á Twitter og skaut létt á Dag í leiðinni:

 

 

Dagur borgaði fyrir sig í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þar talaði hann um samgöngumál og mikilvægi borgarlínu, en Eyþór er henni mótfallinn.

Sagði Dagur að hugmyndir Eyþórs bæru vott um skammsýni:

 

„Þess vegna finnst mér mikil skammsýni og eiginlega alveg galið, hvort sem menn eru að koma nýir inn í pólitík eða búnir að vera lengi í pólitík, að segja að lausnin á því að koma 70 þúsund manns fyrir á höfuðborgarsvæðinu sé að bæta við nýjum hverfum austan við eða sunnan við núverandi byggð.“

 

Þá sagði Dagur um stefnu Eyþórs, að auka við álagstíma Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, vera árás á lífsgæði fólks:

 

„Þessi stefna sem Eyþór hefur boðað á fyrstu metrunum, og nú ætla ég auðvitað að gefa honum svolítinn tíma til að setja sig inn í þetta, er einhver alvarlegasta árás á umferðarmál og lífsgæði fólksins í Grafarvogi, Breiðholti, Árbæ, Grafarholti, Úlfarsárdal, en líka Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, sem ég man eftir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum