fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði vill lægri vask á bíómiða – Fagnar fjölmiðlaskýrslu

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 26. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) segist í tilkynningu fagna nýrri fjölmiðlaskýrslu, en vilji þó lækka virðisaukaskatt á aðgangseyri í kvikmyndahús:

Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK)  fagnar því eindregið að vinnu nefndar
við skýrslu um rekstrarumhverfi fjölmiðla skuli vera lokið. Með skýrslunni eru settar á
dagskrá nokkrar tillögur til umbóta á umhverfi fjölmiðla sem samtökin hafa lengi barist fyrir.
Er þar einkum vert að nefna tillögur nefndarinnar um lækkun og samræmingu
virðisaukaskatts á sölu og áskriftum á rafrænu formi og af hljóð og myndefni úr 24% í 11%.
Þá fagna samtökin jafnframt eindregið þeim tillögum sem lúta að endurgreiðslu kostnaðar
við textun og talsetningu myndefnis, sem og endurgreiðslu á kostnaði við framleiðslu á
fréttum og fréttatengdu efni.

Samtökin vilja þó hvetja til þess að virðisaukaskattur á aðgangseyri að kvikmyndahúsum
verði lækkaður niður í sama virðisaukaskattþrep og lagt er til í skýrslunni. Engin rök eru fyrir
því að misháir neysluskattar skuli innheimtir eftir því hvort myndefni er keypt til áhorfs í
sjónvarpi eða í kvikmyndahúsum. Auk þess má leiða líkur að því að slíkur ójöfnuður við
skattlagningu muni hygla einu neysluformi á kostnað annars. Óheppilegt væri ef þær
skattalækkanir sem lagðar eru til í skýrslunni myndu bitna á rekstri kvikmyndahúsa sem nú
þegar búa við einn hæsta virðisaukaskatt í heimi. Á flestum norðurlöndum er aðgangseyrir í
kvikmyndahús í lægra skattþrepi.

FRÍSK eru samtök helstu sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsaiðnaðarins hér á landi.
Sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn velti 34,5 milljörðum árið 2014 (skv. skýrslu Capacent
Gallup frá febrúar 2016). Samanlagt renna um 12 milljarðar til hins opinbera vegna
sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins skv. sömu rannsókn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum