fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Dagur gerir grín að Kjartani Magnússyni á Twitter: „Mogginn jarðar óvart prófkjörsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur. Mynd/Sigtryggur Ari

Umbrotsmenn dagblaða geta stundum haft skemmtileg áhrif á túlkun lesenda á hverri síðu sem þeir brjóta um, hvort sem það er viljandi eður ei.

Eitt slíkt dæmi má sjá í Morgunblaðinu í dag, þar sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein undir yfirskriftinni: „Rjúfum kyrrstöðuna í Reykjavík.“

Grein Kjartans er nokkuð hefðbundin frambjóðendagrein, sem gagnrýnir meirihlutann í borgarstjórn meðal annars fyrir lóðarskort og hátt húsnæðisverð.

Þetta væri svosem ekki í frásögur færandi, ef ekki prýddi mynd eftir Árna Sæberg, ljósmyndara Morgunblaðsins, nánast hálfa síðuna ofan við grein Kjartans,  af byggingakrönum í miðborginni, en byggingarkranar eru nokkurskonar holdgervingur framfara og framkvæmda. Í raun andstæða kyrrstöðu.

 

 

Dagur B. Eggertsson var fljótur að koma auga á þetta í morgun og gat ekki stillt sig um að skjóta létt á Kjartan og Morgunblaðið á Twitter:

„Mogginn jarðar óvart prófkjörsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem ætla að “rjúfa kyrrstöðuna í Reykjavík” og birtir í morgun mynd af örsmáum bletti úr miðborginni með ekki færri en sjö byggingarkrönum. Hefði ekki geta svarað þessu betur sjálfur. #alltáfullu #betriReykjavik“

 

Samkvæmt ítarlegum rannsóknum kranatalningardeildar Frjálsrar fjölmiðlunar eru kranarnir þó aðeins sex, en ekki sjö líkt og borgarstjórinn heldur fram. Tíst Dags um að hann hafi talið ekki færri en 70 álftir í Tjörninni um daginn, fær því hugsanlega nýja merkingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum