fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Björn Valur segir daga dómsmálaráðherra senn talda í embætti – Telur VG í „klemmu“ og bera mesta ábyrgð

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason. Mynd/Sigtryggur Ari

Björn Valur Gíslason, fyrrum þingflokksformaður  Vinstri grænna, segir sinn gamla þingflokk vera í klemmu, í pistli á heimasíðu sinni. Þá segir hann ekki óvarlegt að ætla, að dagar dómsmálaráðherra séu senn taldir, í embætti.

„Það er ekki óvarlegt að ætla að dagar Sigríðar Á. Andersen í embætti dómsmálaráðherra séu senn taldir. Trúverðugleiki hennar er þegar verulega laskaður og fátt sem bendir til þess að það muni lagast í bráð,“

segir Björn Valur. Hann telur VG bera mesta ábyrgð í málinu þar sem þeir séu leiðandi við ríkisstjórnarborðið:

„Það er eðlilegt að andstæðingar ríkisstjórnarinnar beini spjótum sínum að Vinstri grænum vegna dómsmálaráðherrans þó svo að hann komi úr öðrum flokki. Það myndi ég líka í þeirra sporum. Hvorki sjálfstæðisflokkur né Framsókn munu haggast vegna málsins enda vanir að taka sitja undir gusum af þessu tagi, ólíkt Vinstri grænum. Vinstri græn eru að auki leiðandi við ríkisstjórnarborðið og bera ábyrgð á stöðu stjórnarinnar sem slíkir umfram aðra flokka.“

 

Hann telur einnig að staða dómsmálaráðherra verði rædd á næsta flokkráðsfundi VG um næstu helgi þar sem afstaða verði tekin um hvort traust ríki í garð ráðherrans:

„Vinstri græn halda flokksráðsfund um næstu helgi í Reykjavík en flokksráð er æðsta stofnun hreyfingarinnar milli landsfunda. Það má vænta þess að staða dómsmálaráðherra verði rædd á fundinum og kæmi mér ekki á óvart flokksráð taki afstöðu til þess hvort ráðherrann njóti trausts flokksmanna eða ekki. Um annað eins hefur nú verið ályktað á fundum flokksins. Vinstri græn eru að lenda í nokkurri klemmu vegna stöðu dómsmálaráðherrans og munu þurfa að taka á því með einhverjum hætti ef ekki á illa að fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis