fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Félag atvinnurekenda segist svikið um þjóðarsamtal – Vilja fá fulltrúa í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson. Eyjan/Gunnar

Félag atvinnurekenda hefur tekið undir gagnrýni Samtaka ungra bænda, um ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávar- og landbúnaðarráðherra, að leysa upp samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga og skipa nýjan hóp, helmingi minni.

Félag atvinnurekenda hafa ekki fengið beiðni frá atvinnuvegaráðuneytinu um að tilnefna fulltrúa í hinn nýja samráðshóp um endurskoðunina á búvörusamningunum og hafa mótmælt því í bréfi til Kristjáns Þórs.

Í bréfi FA til ráðherra er minnt á að ákvæðið um samráðshóp kom inn í búvörulögin eftir að búvörusamningarnir höfðu orðið fyrir harðri gagnrýni af hálfu fulltrúa mjög breiðs hóps samtaka fyrirtækja og almennings í landinu. Vísað er til loforða Jóns Gunnarssonar, þáverandi formanns atvinnuveganefndar Alþingis, bæði á fundum með FA og í fjölmiðlum, um að félagið fái aðkomu að því „þjóðarsamtali“ sem hann vildi efna til í því skyni að skapa þjóðarsátt um landbúnaðinn.

FA fékk aðild að starfi hópsins í tíð síðustu ríkisstjórnar, en Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, vildi upphaflega halda FA og fleiri gagnrýnendum búvörusamninganna utan við samráðið og skipaði hóp þar sem viðsemjendur í búvörusamningunum, ríkið og Bændasamtökin, höfðu tvo þriðjuhluta fulltrúanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók hins vegar ákvörðun um að breikka hópinn.

FA segir starf hópsins hafa gengið vel og hafi jákvæður andi verið í umræðum á vettvangi hans, þrátt fyrir mismunandi sjónarmið. „FA hefur ekki séð neinn skynsamlegan rökstuðning frá ráðherra fyrir því að fækka í hópnum og þrengja þar með „þjóðarsamtalið“,“ segir í bréfi Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra FA.

„FA tekur eindregið undir þau sjónarmið sem fram koma í ályktun stjórnar Samtaka ungra bænda frá 18. janúar síðastliðnum, þar sem stefnubreytingu ráðherra er mótmælt og átalið að horfið skuli til fortíðar með skipan hóps þar sem fáir koma að borðinu í stað þess að viðhaft sé víðtækt samráð um endurskoðun búvörusamninganna. Félag atvinnurekenda tekur sömuleiðis undir þá kröfu ungra bænda að ráðherra endurskoði ákvörðun sína um endurskipan starfshópsins,“ segir í bréfi FA.

Bréf FA til ráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar