fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Fimm í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum – Aðeins kosið um efsta sætið

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds. Mynd/Eyjan

Þá er orðið ljóst hverjir það verða sem keppast um toppsætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í næstkomandi borgarstjórnarkosningum. Frestur til að skila inn framboðum rann út í dag klukkan fjögur.
Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi, Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Eyþór Arnalds, framkvæmdarstjóri, Viðar Guðjohnsen, leigusali og athafnamaður og Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum alþingismaður, munu taka þátt í leiðtogakjörinu. Þetta staðfestir Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, við mbl.is.

 

Einungis verður kosið um efsta sætið, en óljóst er ennþá hvernig næstu sæti raðast. Sú hugmynd var viðruð af Davíð Þorlákssyni, fyrrum formanni SUS, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að auglýsa eftir borgarstjóra, næði hann meirihluta. Björn Bjarnason vildi fá Frosta Sigurjónsson, fyrrum þingmann Framsóknarflokksins til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.

 

 

Ýmis önnur nöfn voru orðuð við leiðtogakjörið, en nú liggur fyrir hvaða fimm það verða sem keppast um hnossið, ef hnoss skyldi kalla, gengi flokksins hefur verið afleitt undanfarin ár. Ljóst er á orðum ýmissa Sjálfstæðismanna að ekki er talið líklegt að þau Kjartan og Áslaug séu líkleg til stórræðna, doði og skortur á framtíðarsýn einkenni síðustu ár minnihlutans meðan Dagur borgarstjóri komist upp með hvern skandalinn á fætur öðrum, þá helst fyrirhugaða borgarlínu, sem mun verða eitt heitasta kosningamálið þetta árið.
Það er mál manna að Vilhjálmi Bjarnasyni fylgi ávallt viss ferskleiki sem komið gæti að notum í borgarstjórn. Hvort hann sé efni í borgarstjóra er annað mál þar sem hann þykir máske ekki hafa þann kjörþokka sem það embætti krefst, þó fáir standi honum á sporði í tölulegum staðreyndum. Eyþór Arnalds er hinsvegar af innanbúðarmönnum flokksins talinn búa yfir þeim kostum sem borgarstjóri þarf að hafa, og þykir hann því sigurstranglegur í leiðtogakjörinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis