fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar Níelsson: „Sjálfstæðismenn engir sérstakir málsvarar einstaklingsfrelsis um þessar mundir“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Brynjar Níelsson skrifar pistil á Facebook-síðu sína í hádeginu, hvar hann agnúast út í vinstrið fyrir að kenna sig við frjálslyndi, þegar ná þarf til yngri kjósenda. Nefnir hann dæmi um Sósíalistaflokkinn á sjöunda áratugnum, þegar klofningur úr flokknum nefndi sig Samtök frjálslyndra og vinstri manna, en nýlegri dæmi um Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Segir hann þó lítið um frjálslyndi í þessum flokkum, sem eigi það sameiginlegt að vilja allir eftirlit ríkisins með því sem einstaklingar geri, „oftast í nafni réttlætis og jafnréttis.“
Í ummælainnleggi við færsluna er Brynjar sagður kasta steini úr glerhúsi, þar sem sjálfstæðismenn eru sagðir „óttalegir forræðishyggjublesar“ og að frelsi einstaklingsins eigi sér fáa málsvara á þingi, það sé einna helst Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati, sem sinni því.
Brynjar tekur undir þessi orð í sínu innleggi, en samþykkir þó ekki ummælin um Helga Hrafn:

„Það er rétt, að við sjálfstæðismenn erum engir sérstakir málssvarar einstaklingsfrelsis um þessar mundir. En það er mikill misskilningur að Helgi Hrafn sé þar fremstur. Hann er venjulegur krati.“

 

Sambúðin í ríkisstjórnarkommúninni með Vinstri grænum virðist því hafa þau áhrif á Sjálfstæðisflokkinn, að þingmenn hans viðurkenna fúslega að hans helstu frelsisgildi, jafnan kennd við John Stuart Mill, séu sett til hliðar á meðan flokkurinn er við völd. Það kann varla góðri lukku að stýra meðal gamalgróinna Eimreiðarmanna og er víst að Hannes Hólmsteinn snúi sér við í skrifborðsstólnum við þessi orð Brynjars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis