fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Steingrímur J. Sigfússon til Kína – Gerir hann símaat í Ólafi Ragnari og launar lambið gráa ?

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er staddur í Kína ásamt tveimur starfsmönnum Alþingis. Steingrímur mun þar hitta fyrir forseta þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, en heimsókninni lýkur þann 13. janúar.

Mun Steingrímur hitta kollega sinn í kínverska þinginu, Zhang Dejiang ásamt formanni utanríkismálanefndar, Ying Fu auk annarra háttsettra stjórnmálamanna. Þá verður borgin Chengdu heimsótt og tekið hús á leiðtogum hinna sex héraðstjórna þar, en Tíbet er eitt þeirra héraða.

 

 

Hápunktur ferðarinnar verður eflaust þegar sendinefndin hittir unga frumkvöðla á sviði nýsköpunar, enda mikil gerjun sem á sér stað í Kína í krafti hagvaxtar.

 

Hugsanlega gefst nú Steingrími J. tækifæri á að launa Ólafi Ragnari Grímssyni lambið gráa, en gaman er að rifja upp gamla sögu af þeim tveim sem einmitt tengist hinu stóra alþýðulýðveldi og nýsköpun, sem þá var og hét.
Í frétt Tímans frá 4. október 1994, með fyrirsögninni „Hrifnir af tæknikúnstum Kínverja“, er sagt frá því þegar Steingrímur heitinn Hermannsson, þáverandi Seðlabankastjóri og Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi formaður Alþýðubandalagsins, fóru saman til Kína í boði þarlendra stjórnvalda. Þá fengu þeir félagar að prófa nýtt tækniundur þess tíma, sem nefndust „farsímar“.

 

Samkvæmt fréttinni voru þeir félagar svo hrifnir af þessum tæknikúnstum kínverjanna, að þeir brugðu á það ráð að hringja í Steingrím J. Sigfússon, þáverandi varaformann Alþýðubandalagsins, úr hótelherbergi sínu í Peking, til að skýra honum frá þessum „móbæl telefons.“ Steingrímur J. var þó ekki par hrifinn af þessu uppátæki, þar sem hringingin barst honum um miðja nótt og hann steinsofandi, en þá var dagur í Kína. Honum rann þó fljótt reiðin þegar hann heyrði hverjir væru á hinum endanum.

„Þetta var ákaflega skemmtilegt símtal. Þeir töluðu við mig báðir og voru afar upp með sér af þessu öllu sem þeir voru að upplifa þarna. Ég spjallaði við þá sagði þeim að fréttir að heiman og svo var það ekkert meira,“

 

sagði Steingrímur J. við Tímann.

 

Hver veit nema Ólafur Ragnar fái óvænta hringingu á næstunni…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis