fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins þusar um Þorgerði: „Vinstriflokkurinn Viðreisn“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Í leiðara Morgunblaðsins í dag, sem hefur yfirskriftina „Vinstriflokkurinn Viðreisn“ notar höfundur megnið af dálksentimetrum sínum til að agnúast út í Viðreisn, sem hann segir hafa kynnt sig til sögunnar sem frjálslyndan flokk, en hafi aðeins snúist um eitt málefni, inngöngu í ESB. Síðan hafi komið í ljós að flokkurinn er í raun aðeins hefðbundinn vinstriflokkur, sem keppi á „sama markaði“ og Samfylkingin, um þá fáu kjósendur sem annarsvegar vilji inn í ESB og hinsvegar þá sem vilja aukin ríkisumsvif og hærri skatta.

 

Þetta marki stefnu flokksins varðandi auðlindagjaldið, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í viðtali að ekki mætti lækka álögur á greinina í heild sinni. Leiðarahöfundi Morgunblaðsins þykir það skrítið, að formaður flokks sem telur sig frjálslyndan, skuli grípa til slíkra varna fyrir ríkissjóð:

 

„Þetta er athyglisverð afstaða hjá flokki sem segist frjálslyndur. Það að sérstakur viðbótarskattur á eina atvinnugrein sé að sliga hana þannig að stórum hluta hennar sé að blæða út má ekki nota „sem skjól“ til að lækka þessar óeðlilegu álögur. Flokkur sem væri frjálslyndur í raun mundi hafa áhyggjur af því ranglæti sem felst í veiðigjöldunum en hann hefði minni áhyggjur af því þó að skattar almennt myndu lækka. Hann væri hlynntur almennri skattalækkun, ekki síst þeirri sem þýddi að heildartekjur ríkissjóðs myndu lækka. Stjórnlyndur vinstriflokkur, eins og Viðreisn hefur reynst vera, hefur hins vegar meiri áhyggjur af ríkissjóði en atvinnulífi og almenningi í landinu, sem starfar í þessu sama atvinnulífi og er háður afkomu þess um eigin afkomu og velferð.“

 

Leiðarinn er ekki merktur nafni, en ekki þarf að leita lengi á ritstjórn Morgunblaðsins eftir þeim sem hafa samúð með útgerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins