fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Kemst Viðreisn í oddastöðu í borginni?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið birtir í dag skoðanakönnun sem sýnir nokkuð aðra stöðu en síðustu kannanir um fylgi flokka í borginni. Samkvæmt henni er meirihlutinn fallinn, en bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með tiltölulega dræmt fylgi, 28 og 27 prósent.

Þetta er símakönnun hjá Fréttablaðinu, það þýðir að hún er tekin á stuttum tíma, ólíkt til dæmis Gallup-könnun sem birtist um daginn og var tekin yfir langt tímabil. Reynslan virðist sýna að símakannanirnar dugi betur til að mæla fylgi þegar nær dregur kosningum.

Ég skrifaði um daginn pistil þar sem ég taldi að þrettán framboð yrðu í borgarstjórnarkosningunum. Mér var svo bent á að ég hefði gleymt einu, þau gætu orðið fjórtán. Það er reyndar nokkuð verk að koma saman framboðslistum, vegna fjölgunar borgarfulltrúa þurfa að vera 46 manns á þeim.

En þetta eru Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstri græn, Píratar, Viðreisn, Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Flokkur fólksins, Höfuðborgarlistinn, Sósíalistaflokkurinn, nýtt kvennaframboð, Íslenska þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin og Frelsisflokkurinn.

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins eru átta flokkar með mann inni í borgarstjórninni. Framsókn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins ná naumlega inn manni, en þess er að gæta að þröskuldurinn er afar lágur, þarf ekki nema svona 4 prósent til að ná kjöri.

Gróflega séð má ætla að miðað við stefnumál eigi Miðflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins samleið með Sjálfstæðisflokknum, að minnsta kosti hvað áherslur í borgarskipulagi varðar. Þessir flokkar eru samanlagt með tíu menn.

Miðað við umræðu um þéttingu byggðar og umferðarmál er hins vegar líklegt að Viðreisn eigi frekar samleið með núverandi meirihluta. Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa í könnun Fréttablaðsins, úrslitin gætu orðið á þann veginn að Viðreisn yrði í oddastöðu í borgarstjórn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn