fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Dúnmjúkar kaffibollakökur með karamellukremi

Blaka
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi uppskrift er í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar kemur að bollakökum. Þessar kökur eru svo ofboðslega mjúkar að það er eins og englar hafi bakað þær og stráð töfrum sínum yfir þær.

Mér finnst ofboðslega gott að setja karamellukrem á þessar, smá sjávarsalt og karamellukurl en þið auðvitað getið leikið ykkur með kremið að vild.

Ég hef ekki enn hitt manneskju sem finnst þessar bollakökur vondar. Það segir nú ýmislegt…

Dúnmjúkar kaffibollakökur með karamellukremi

Hráefni

Bollakökur:
1bolli Kornax-hveiti
1 bolli sykur
1/2bolli kakó frá Kötlu
1tsk lyftiduft frá Kötlu
1/2tsk matarsódi
1/2tsk sjávarsalt frá Kötlu
1tsk instant kaffi
1/2bolli nýmjólk frá MS
1/4bolli olía
1 Nesbú-egg
1/2tsk vanilludropar frá Kötlu
1/4-1/2bolli sjóðandi vatn

Krem:
115g mjúkt smjör frá MS
3-4bollar flórsykur frá Kötlu
1/2-3/4bolli Gestus-karamellusósa
1tsk vanilludropar frá Kötlu
smá sjávarsalt frá Kötlu (til að skreyta)
smá karamellukurl (til að skreyta)


Leiðbeiningar

Bollakökur:
Hitið ofninn í 160°C og takið til möffinsform – ca 12-16 stykki.
Byrjið á því að sjóða vatnið – það verður nefnilega að vera sjóðandi heitt þegar því er bætt út í deigið.
Blandið hveiti, sykri, kakói, lyftidufti, matarsóda, salti og instant kaffi vel saman í skál.
Bætið mjólk, olíu, eggi og vanilludropum saman við og hrærið vel saman – hér er mjög gott að nota handþeytara svo kökurnar lyftist vel og verði dúnmjúkar.
Hafið þeytarann á lægsta styrk og hellið sjóðandi heita vatninu varlega saman við þar til deigið er orðið hæfilega þykkt. Það á ekki að vera svo þunnt að það leki út um allt heldur verða örlítið stíft og massívt.
Deilið deiginu í formin og bakið í 14-16 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en þið setjið kremið á.

Krem:
Þeytið smjörið í 1-2 mínútur og bætið síðan flórsykrinum út í og hrærið vel.
Bætið karamellusósu og vanilludropum saman við og hrærið vel saman.
Skreytið kökurnar með kreminu og stráið smá salti yfir þær sem og karamellukurli. Njótið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áttu hreinskilin samtöl eftir að Real Madrid sagan fór á flug

Áttu hreinskilin samtöl eftir að Real Madrid sagan fór á flug
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Með lestri fáum við að setja okkur í spor annarra, upplifa sögur þeirra, aðstæður og tilfinningar“

„Með lestri fáum við að setja okkur í spor annarra, upplifa sögur þeirra, aðstæður og tilfinningar“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Ískyggileg mynd af „hefndarenglinum“ og bróður hans – Brostu til hvors annars í dómsalnum

Ískyggileg mynd af „hefndarenglinum“ og bróður hans – Brostu til hvors annars í dómsalnum
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Eitt af helstu undrum veraldar sagt vera að glata ljóma sínum

Eitt af helstu undrum veraldar sagt vera að glata ljóma sínum
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Handtekinn vegna morðs sem var framið fyrir 50 árum en situr inni vegna mannráns fyrir 40 árum

Handtekinn vegna morðs sem var framið fyrir 50 árum en situr inni vegna mannráns fyrir 40 árum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur lánar Ragnheiði til Hollands

Valur lánar Ragnheiði til Hollands

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.