fbpx
Laugardagur 03.maí 2025

Guðni: „Ég vil vera í ástarleik með næringunni – alla daga, alltaf“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 30. mars 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann Guðni Gunnarsson jógakennari hjá Rope-jóga setrinu skrifar oft skemmtilegar hugvekjur um ýmislegt sem varðar líðan okkar og heilsu.

Í þessum pistli fjallar hann um næringu og hvernig við getum valið að eiga í ástríku sambandi við það sem við ákveðum að setja ofan í okkur.

Gjörið svo vel hér kemur Guðni!

HVAÐ Á ÉG AÐ BORÐA, HVENÆR, HVERNIG OG HVERS VEGNA?
Uppruni allrar orku er sólarljós, mold og vatn. Horfðu alltaf á matinn fyrir framan þig og veltu því fyrir þér hversu langt hann er frá þessum uppruna sínum; hversu langt hann hefur verið unninn frá móður jörð.
Stærsta athöfn tilvistar þinnar er þegar þú innbyrðir mat eða drykk. Við verjum miklum fjármunum, tíma og orku í að eignast peninga til að eiga fyrir mat, kaupa mat, hugsa um mat, elda mat, borða mat, ganga frá eftir matinn og fara út með ruslið.
Ekkert tækifæri er stærra – til umbreytingar. Ekkert er stærra – til velsældar eða vansældar. Næringin þín er skýr mælikvarði á það hvernig þér líður á hverri stundu og hvaða viðhorf þú hefur. Næringin þín opinberar þig og matarkarfan segir sína sögu. Næringin er opinberun á sambandinu við okkur sjálf. Þegar við getum réttlætt það að borða mat sem er ekki í samhengi við náttúruna þá hljótum við að vera orðin dofin af neyslunni sem samfélagið hefur boðið upp á. Þegar við innbyrðum eitrið með bros á vör og látum eins og ekkert sé hlýtur að koma að því að við spyrjum okkur á hvaða leið við séum.
Ég er stundum kallaður öfgamaður vegna þess málflutnings sem ég býð upp á. Mér finnst það skemmtilegt – það segir mér hversu langt við erum komin frá samhengi hlutanna. Skilaboð mín til þín eru þessi:

Ef það hvarflar að þér að þeir sem kalla þig öfgamanneskju þegar þú ert að breyta mataræðinu hafi rétt fyrir sér… hugsaðu þig vel um.

Eru öfgar að vilja næra sig á hreinum og náttúrulegum afurðum í mátulegu magni?

Að vilja drekka vatn? Að vilja standa með sjálfum sér með því að hafna aukefnum í mat ?

Eru það öfgar?

Ef það eru öfgar þá skal ég glaður vera öfgamaður.

Því að ég vil geta elskað allt sem fer upp í mig. Ég vil vera í ástarleik með næringunni – alla daga, alltaf!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kári Stefánsson var rekinn fyrirvaralaust

Kári Stefánsson var rekinn fyrirvaralaust
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðtal við Bruno Fernandes vekur athygli – „Þekkir þú reglurnar?“

Viðtal við Bruno Fernandes vekur athygli – „Þekkir þú reglurnar?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.