fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Inngrónar táneglur – Óþolandi fyrirbæri

doktor.is
Laugardaginn 18. mars 2017 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inngrónar táneglur eru nokkuð algengt vandamál þar sem horn eða hlið tánaglar vex inn í mjúka vefinn og veldur bólgu og eymslum.

Einkenni

Roði, bólga,verkir eða eymsl meðfram nöglinni. Oft fylgir þessu mikill sársauki. Jafnframt getur komið sýking í mjúka vefinn við nöglina. Oftast er um nögl stórutáar að ræða.

Orsök

Algengustu ástæðurnar eru:

  • Þröngir skór sem þrýsta á táneglurnar og tær. Þá myndast núningur og bólga og jafnvel sár sem eykur hættu á að nöglin fari að vaxa inn í húðina.
  • Neglur rangt klipptar. Neglur á að klippa beint yfir og ná síðan niður hvössum  brúnum með þjöl eða snyrta rétt með klippum.
  • Áverki á tánögl
  • Óeðlilega bognar táneglur sem stingast niður í holdið þegar þær vaxa fram.

Meðferð.

Fyrst þarf að finna út hver ástæðan er fyrir inngróinni nögl og leiðrétta það áður en meðferð hefst því annars vex nöglin inn aftur. Mikilvægt er að vera í skóm sem passa og þrengja ekki að og vanda verkið þegar táneglur eru klipptar. Ef vandamálið er á byrjunarstigi getur hjálpað að fara í fótabað,halda fótum hreinum og setja smá bómull eða vaxaðan tannþráð undir hornið á tánöglinni til að halda henni frá húðinni. Þetta þarf að endurtaka amk daglega og skipta þá jafnframt um bómull eða tannþráð.Ef sýking er komin við nöglina þarf að meðhöndla það með bakteríudrepandi kremi eða áburði. Fótaaðgerðarfræðingar ná góðum árangri með að spengja nöglina með sérsniðnum stálvír eða plasti og lyfta henni þar með örlítið upp úr naglbeðnum. Það linar strax sársaukann og eymslin þegar nöglinni hefur verið lyft  þannig upp. Þrautalending er að fjarlægja hluti af nöglinni eða alla nöglina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.