fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Tólf ára stelpa fann steingerving af risaeðlu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. júní 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til birtingar.


Þegar Mary Anning (1799 – 1847) var aðeins tólf ára gömul fann hún beinagrind af merkilegu sjávarskrímsli – næstum 6 metra löngu kvikindi sem líktist krókódíl og lá varðveitt í setlögum austan við litla suðurenska þorpið Lyme Regis. Þetta reyndist fyrsta fullkomna beinagrind af fiskeðlu – eða ictyosaurus – sem hafði fundist og kynnti heim risaeðlanna fyrir fræðimönnum.

Hinir fjölmörgu steingervingar sem Mary Anning hjó fram úr setlögum opnuðu augu samtíðar fyrir fallvaltleika tegundanna

Fundurinn var upphaf á einstæðum ferli ungu stúlkunnar enda var hún einhver fundvísasta manneskja á þessu sviði. Mary Anning var uppi á þeim tímum þegar steingervingaleit var vinsæl meðal bæði leikra og lærðra. Steingervingar gengu sölum og kaupum fyrir miklar fúlgur og vegna skarpskyggni Marys gat hún brátt séð sér farborða með söfnuninni. Steingervingasafnarar kepptust við að fá hana til að finna nýja hluti í söfn sín. Einn þeirra, auðkýfingurinn Thomas Birch, gekk jafnvel svo langt að selja gjörvallt safn sitt og láta Mary hafa peningana. Það gerði hann svo hún gæti einbeitt sér í leit að nýjum tegundum, og með aðstoð hennar var hann brátt kominn með afar gott safn á ný.

Árið 1821 skráði Mary Anning nafn sitt í sögubækur þegar hún fann fyrstu svaneðluna. Síðar fann hún einnig eitt best varðveitta eintak af flugeðlu, tvær aðrar af fiskieðlum og ótal minni dýr. Hún dó úr brjóstkrabba aðeins 47 ára en áður hafði hún hlotið margvíslega upphefð. Þannig varð hún fyrsti heiðursmeðlimur í nýstofnuðu Dorset County Museum og eins má nefna að hún var innblástur þess orðtaks sem enn þann dag í dag er notað af Englendingum til að kanna færni útlendinga í ensku: „The woman by the sea shore, she sells seashells by the shore.“


Hér getur þú lesið fleiri greinar á Lifandi Vísindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.