fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Bananabrauðs granóla

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. september 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dana sem heldur úti heimasíðunni Minimalistbaker býr til uppskriftir sem innihalda tíu hráefni eða færri, ein skál dugar til að blanda hráefnum saman og það tekur 30 mínútur eða minna að útbúa réttinn.

Bananabrauðs granólað, þar sem þú færð bananabrauð án þess að baka bananabrauð er ein þeirra.

Bananabrauðs granólað er gómsætt, vegan og það er glútenlaust.
Það er ríkt af hollri fitu, Omega 3 og 6, próteini og trefjum.
Og það tekur aðeins 30 mínútur að útbúa, auk þess að vera kjörinn morgunmatur eða biti milli mála.

BANANABRAUÐS GRANÓLA

Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: 25 mínútur

Vegan granóla sem tekur 30 mínútur að útbúa, bragðast eins og bananabrauð og er stútfullt af próteini, höfrum, hollri fitu og omega 3 og 6.

Morgunmatur, milli mála, eftirréttur

Vegan, glútenlaust

Dugar í 12 bolla

Innihald

  • 3 bollar tröllahafrar
  • 3/4 bolli valhnetur
  • 1/2 bolli pekanhnetur
  • 3 matskeiðar hrásykur
  • 1/2 teskeið sjávarsalt
  • 1/2 matskeið kanill
  • 1 matskeið hörfræ
  • 1/4 bolli kókosolía
  • 1/3 bolli + 1 matskeið maple síróp eða agave síróp
  • 1 teskeið vanilla extract
  • 1 meðalstór þroskaður banani, maukaður

Leiðbeiningar

  1. Hitaðu ofninn í 176 C.
  2. Blandaðu höfrum, kanil, sykur, salti, hörfræjum og hnetum saman í stórri skál.
  3. Hitaðu kókósolíu, maple síróp (eða agave síróp) og vanilla extract saman í pönnu á lágum hita. Þegar blandan er orðin fljótandi, taktu af hellunni og hrærðu bananamaukið vel saman við. Helltu yfir þurrefnablönduna og blandaðu vel saman.
  4. Dreifðu blöndunni jafnt á eina eða tvær bökunarplötur og bakaðu í 23-28 mínútur, þangað til blandan er orðin ljósbrún.
  5. Taktu úr ofninum og láttu kólna á plötunni. Geymist í nokkrar vikur í loftþéttum umbúðum.

 

Heimild.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Albert Guðmundsson á leið á Old Trafford

Albert Guðmundsson á leið á Old Trafford
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Justin Bieber staddur á Íslandi að taka upp nýja tónlist

Justin Bieber staddur á Íslandi að taka upp nýja tónlist
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Segir þennan daglega vana bestu leiðina til að brenna fitu án þess að fara í ræktina

Segir þennan daglega vana bestu leiðina til að brenna fitu án þess að fara í ræktina
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rooney segir hræðslu og ótta að ná aldrei yfir línuna hafa einkennt andrúmsloftið í London í gær

Rooney segir hræðslu og ótta að ná aldrei yfir línuna hafa einkennt andrúmsloftið í London í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.