fbpx
Föstudagur 24.október 2025

Hjartnæmar hverdagsmyndir mæðgna heilla á Instagram

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní árið 2016 klæddi Dominique Davis sig og fjögurra ára dóttur sína, Penny, í eins boli einn morguninn. Stuttu síðar kom Amelia, 11 ára dóttir hennar, fram klædd í eins bol og móðir sín og systir.

Davis, sem er 31 árs gamall bloggari búsett í Durham í Bretlandi, ákvað að festa atvikið á mynd og póstaði henni á Instagramsíðu sína. Myndin fékk fljótlega 14 þúsund „like.“

Davis póstaði því annarri mynd af þeim mæðgum, þar sem þær notuðu vatnsmelónur til að líkja eftir brosi og „Allt þegar þrennt er“ myndaserían byrjaði formlega á blogsíðu hennar „All That is She.“

Davis er með 393 þúsund fylgjendur á Instagram sem bíða spenntir vikulega eftir nýjum myndum af þeim mæðgum klæddum í samskonar föt að gera allt frá því að borða morgunkornið í að stæla Mary Poppins.

https://www.instagram.com/p/BUXPTGVAcRf/

„Viðtökurnar alls staðar að úr heiminum voru svo jákvæðar að við ákváðum að halda áfram að taka myndir og höfum gert núna í meira en ár,“ sagði Davis í viðtali við People. „Þegar við fáum nýjar hugmyndir þá reynum við að tengja myndirnar við atburði sem eru að gerast í okkar lífi í hverri viku, eða að sýna hvað við höfum verið að gera eða erum að fara að gera.“

https://www.instagram.com/p/BYlm4zXA95q/

Fólk tengir við myndaseríuna segir hún, „af því að hún er skemmtileg, létt og fær fólk til að brosa og hún sýnir samband móður við dætur sínar. Og fólk hefur líka einstaklega gaman af að sjá stríðnissvip Penný.“

„Hún er samt ekki orðin nógu gömul til að nota samfélagsmiðla og skilur því ekki alveg hvað það er sem ég er að gera. Amelia er bara til í að vera með og lítur á þetta sem hluta af okkar fjölskyldumynstri.“

Margir telja að Davis kaupi ný föt fyrir hverja myndatöku, en svo er ekki. Hún er mjög úrræðagóð þegar kemur að því að fela lógó á fötum eða klæðast þeim öfugt til að láta fötin líta út fyrir að vera nú. „Við endurnýtum mjög margt. Mary Poppins var uppáhalds myndatakan okkar, en það sem við elskuðum mest við hana var að við gátum klætt okkur upp og Penný fékk að vera stjarnan.“

Hver myndataka tekur yfirleitt um fimm til tíu mínútur á laugardags- eða sunnudagsmorgni. Davis hefur í hyggju að gera meira við Instagramaðgang sinn og skrifa barnabók sem myndi taka á málum eins og feminisma og kynhneigð.

En það sem skiptir mestu máli: „Ég vona að dætur mínar muni muna þessar skemmtilegu stundir okkar og muni alltaf hafa gaman af að horfa til baka á vikulega skráningu mína á uppvexti þeirra.“

https://www.instagram.com/p/BYBjUbNASek/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“