fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Pétur og Polina – Heimsmeistarar í annað sinn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. desember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Gunnarsson og Polina Oddr sigruðu síðustu helgi heimsmeistaramót í flokki undir 21 árs og yngri í suður-amerískum latindönsum.

Mótið sem haldið var í Disneyland í París er með sterkara móti og stóð yfir í 10 tíma.

Alls voru um 100 pör sem hófu keppni og á endanum stóð Ísland uppi sem sigurvegarar. Úkraína var í öðru sæti og Rússland í þriðja sæti.

Með sigrinum náðu Pétur og Polina að verja titilinn, en þau unnu sama mót árið 2016 og eru því tvöfaldir heimsmeistarar. 17 dómarar dæmdu úrslitin og sigruðu Pétur og Polina alla fimm dansana sem keppt var í.

Þetta glæsilega par varð einnig International meistarar í sama flokki nú í oktober í London en það mót er eitt af þremur stærstu mótum heims.

Pétur og Polina, sem æfa og keppa fyrir Dansfélag Reykjavíkur, eru búin að dansa saman í tvö ár, en þau byrjuðu bæði ung í dansinum. Pétur sem er 19 ára, byrjaði þriggja ára gamall og Polina sem er 17 ára, byrjaði sex ára gömul.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.