fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Kalli Tomm: „Þúsundir miðaldra og eldra fólks sem misstu allt í hruninu og sjá ekki fram á neitt nema fátækt í ellinni“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 8. apríl 2018 19:50

Kalli Tomm, Karl Tómasson söngvari, tónlistarmaður, Gildran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, hefur komið víða við á sinni ævi. Hann rak veitingastað, átti og ritstýrði bæjarblaði, trommaði með rokkhljómsveitinni Gildrunni og braut blað í stjórnmálasögu landsins þegar hann sem oddviti Vinstri grænna í Mosfellsbæ hóf meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Um tíma mátti hann þola miklar ofsóknir fyrir það og einnig hefur hann gengið í gegnum bæði gjaldþrot og lífshættuleg veikindi. Kristinn hjá DV ræddi við hann um þessa reynslu og hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er er brot af stærra viðtali í helgarblaði DV.

 

Gjaldþrota eftir hrunið

Annað persónulegt áfall dundi yfir eftir bankahrunið 2008. Húsið sem sem fjölskyldan gerði upp í Álafosskvos kostaði sitt og endurbæturnar sömuleiðis. Þetta var draumaheimilið en eftir að deilan um veginn kom upp var líðan fjölskyldunnar orðin slæm á svæðinu.

„Við gerðum þá hrapalleg mistök, að ákveða að selja þetta hús og flytja í annað hverfi. Okkur var tjáð að húsið myndi seljast um leið og keyptum okkur því annað hús áður en við vorum búin að selja. Svo kom hrunið beint í bakið á okkur og markaðurinn fraus. Auk þess höfðum við tekið erlent lán sem tvö- eða þrefaldaðist á skömmum tíma.“

Karl og kona hans Líney misstu tökin á ástandinu og á endanum fór búið í þrot. Vegna sveitarstjórnarreglna þurfti Karl að taka sér árs leyfi frá sveitarstjórn meðan á þessu stóð.

„Ég ákvað strax að leggja öll spilin á borðið. Við vorum ekki að braska neitt og höfðum ekki gert neitt ólöglegt. Við gátum ekki séð þetta fyrir. Ólíkt því sem gekk á undan þá datt engum pólitískum andstæðingum í hug að nota þetta sem spil og ég virði það við þá.“

Karl segir það agalegt að missa allt sitt og að sá hópur sem hann tilheyrir hafi gleymst. „Það er mikið talað um húsnæðisvanda unga fólksins og skiljanlega. En það eru þúsundir miðaldra og eldra fólks sem misstu allt í hruninu og sjá ekki fram á neitt nema fátækt í ellinni. Það fær enga fyrirgreiðslu neins staðar og á enga möguleika. Blásaklaust fólk sem átti enga sök á hvernig fór.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum