fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Hlegið að fortíðinni

Áramótaskaupið 2009 eldist vel

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. júní 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV endursýndi fyrir stuttu áramótaskaupið 2009 sem er að öðrum ólöstuðum langbesta skaup sem ríkissjónvarpið hefur framleitt. Það er ekki einungis meinfyndið og beitt heldur fangar ótrúlega vel tíðaranda eftirhrunsársins. ­Skaupið er undirlagt bröndurum um stjórnmálamenn þess tíma, sem eru jú langflestir pólitíkusar okkar tíma, útrásarvíkinga með peninga á Tortola og stíf partíhöld á Bessastöðum.

Brandararnir eldast ­flestir vel og ekki er laust við að margir séu fyndnari í dag en þegar þeir voru frumsýndir. Sketsinn þar sem Steingrímur J. Sigfússon, ­þáverandi fjármálaráðherra, ­lýsir undrun sinni á því að ­Svavar Gestsson hafi skrifað ­undir Svavars­samninginn svokallaða, er til dæmis miklu fyndnari nú þegar áhorfendur vita hvernig Icesave-málið endaði. Taugaveiklunarhláturinn sem kom upp við fyrsta áhorf jólin 2009, vegna ótta við að íslenskir ráðamenn væru að klúðra viðræðunum við Breta og Hollendinga, er nú ekki ­lengur til staðar. Nú tæpum sjö árum ­síðar þekkjum við betur „Dimmraddaða kallabarnið“ sem síðar varð forsætisráðherra. Við þekkjum hans kosti og galla og því er svo miklu skemmtilegra að horfa á lögregluna handtaka hann í dimmu húsasundi.

Leikarinn Þorsteinn Bachmann túlkar fjárfestinn Björgólf Thor eftir­minnilega í skaupinu. Sá síðar­nefndi er nú aftur kominn í hóp ríkustu manna heims og er enn áberandi á síðum blaðanna. Það er aftur á móti spurning hvort hann taki undir með Þorsteini og segi: „Mér er sama um allt, ef sá ríkasti heitir Bjöggi“.

Við sem spurðum, eins og Páll Óskar spurði Ísland í lokalagi skaupsins, hvort allt væri í lagi rétt áður en nýtt ár gekk í garð, vitum nú svarið. Að minnsta kosti þegar kemur að flestum þeim spurningum sem þá brunnu á þjóðinni. Því er svo auðvelt að hlæja að fortíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife