fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Féll fyrir glataðri sál

Eiginkonan stakk Paul Byrne tvisvar árið 2006 – 2009 urðu stungurnar fleiri

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 12. júní 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 18.52, 4. september 2009, barst neyðarlínunni á Írlandi eftirfarandi símtal: „Halló, konan mín er að stinga mig! Hún er að stinga mig – halló, konan mín er að stinga mig, hún er að reyna að drepa mig – hún er að brjóta niður hurðina. […] Ekki drepa mig, ég hef ekki gert þér nokkuð.“ Síðan heyrðist kvenmannsrödd: „Jú víst, þetta er búið.“ Og aftur karlmannsrödd: „Ég elska þig. Ég er að deyja – ekki gera mér þetta. Tanya, ég bið þig, ekki! Tanya hættu! …“

Síðar kom í ljós að sá sem hafði hringt var Paul Byrne, 48 ára, sem bjó í Tallaght í Dublin. Þegar lögregla kom á heimili Pauls var hann dáinn; hnífur stóð út úr líkama hans og innyflin héngu út um heljar skurð á kvið hans.

Iðraðist einskis

Við eldhúsborðið sat Tanya Doyle, 37 ára eiginkona Pauls, en þau voru þegar þarna var komið sögu skilin að borði og sæng, og voru gólfflísarnar baðaðar blóði. Af fyrstu viðbrögðum hennar að dæma iðraðist hún einskis. „Nei, mér þykir það ekki, í ljósi þess sem hann gerði mér,“ sagði hún aðspurð hvort henni þætti þetta leitt.

Að hennar sögn hafði Paul nælt sér í hluta ágóða Tönyu af fylgdarþjónustu sem hún rak. „Hann ögraði mér – inneign á reikningi mínum rýrnaði um 900 evrur í hverjum mánuði,“ sagði hún. Að auki upplýsti hún lögregluna um að hún skuldaði ýmsum lánastofnunum um 70.000 evrur: „Allt mitt fé fór í brjósta- og nefaðgerðir; útlitsaðgerðir – bankar geta ekki hirt það af manni.“

Tanya hafði að eigin sögn varið háum fjárhæðum í fegrunaraðgerðir.
Rak fylgdarþjónustu Tanya hafði að eigin sögn varið háum fjárhæðum í fegrunaraðgerðir.

Ekki fyrsta hnífstungan

Tanya svaraði engu þegar hún var ákærð fyrir morð og úrskurðuð í gæsluvarðhald og réttarhöld yfir henni hófust í Dublin 4. mars 2013. Þar lýsti hún sig saklausa af morði, en játaði á sig manndráp.

Í ljós kom að þetta var ekki í fyrsta skipti sem Tanya hafði lagt til eiginmanns síns með hnífi. Árið 2006 hafði hún stungið hann tvisvar, en hann hafði ekki tilkynnt um það og því ekki um neinn eftirmála að ræða.

Þremur árum síðar, kvöldið sem hann dó, hafði Tanya stungið hann oftar en 60 sinnum: „Hann fékk það sem hann átti skilið. Ég ætlaði að drepa hann,“ sagði hún við lögregluna það afdrifaríka kvöld.

Við réttarhöldin var hún spurð hvort hún hefði í raun ætlað að stinga eiginmann sinn svo oft, og svaraði: Já, því ég kærði mig ekki um að verða ákærð fyrir morðtilraun. Ég vildi nýtt upphaf og dágóða fjárupphæð – hann neitaði að afsala húsinu til mín.“

Tanya iðraðist einskis og taldi Paul hafa fengið það sem hann átti skilið.
Við réttarhöldin Tanya iðraðist einskis og taldi Paul hafa fengið það sem hann átti skilið.

Geðræn vandamál eða ekki

Ýmislegt kom fram um geðheilsu Tönyu. Einn sérfræðingur verjanda hennar sagðist í byrjun hafa ályktað að hún þjáðist af geðhvarfasýki, en þegar á leið hefði hann skipt um skoðun. Engu að síður taldi hann að sökum andlegs krankleika væri ekki hægt að gera hana að fullu ábyrga fyrir drápinu.

Sérfræðingur sækjanda fór ekki í launkofa með sína skoðun; hvort sem Tanya glímdi við geðræn vandamál eða ekki hefði það, að hans mati, ekki skipt miklu máli þegar hún banaði Paul Byrne.

„Þetta er kona sem gat rekið fylgdarþjónustu. Hún gat funkerað í þeirri neðanjarðarveröld. Hún er fær um að reka fyrirtæki. Og samkvæmt einu sem fram hefur komið þá þénaði hún 50.000 evrur á fyrirtækinu.“

Að yfirlögðu ráði

Einnig vakti sækjandinn athygli kviðdóms á því að um hefði verið að ræða dráp að yfirlögðu ráði; Tanya hefði daginn áður keypt tvo stóra hnífa. Tanya vilda bara „eiginmann sinn út úr myndinni“, sagði sækjandinn.

Eftir meira en sex klukkustunda yfirlegu tókst kviðdómurum, 15. mars, að komast að einróma niðurstöðu; Tanya var sek um morð og dómarinn kvað upp úrskurð um lífstíðarfangelsi sem Tanya svaraði svipbrigðalaust: Ókei, hæstvirtur dómari.“

Daginn eftir upplýstu ættingjar Pauls að hann hefði í raun óttast um líf sitt undanfarin þrjú ár, allt frá því Tanya hafði stungið hann þar sem hann svaf.

Paul hefði aftur á móti ekki vilja leggja fram kæru og sagði að hann bæri ábyrgð á Tönyu, og hún yrði konan hans „þar til dauðinn aðskildi þau“. Tanya var að mati Pauls glötuð sál sem hann yrði að bjarga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“