fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Aðstoðarmaður Clouseau látinn

Leikarinn Burt Kwouk lék í sjö myndum um Bleika pardusinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 7. júní 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burt Kwouk lést á dögunum 85 ára gamall. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í myndunum um Bleika pardusinn þar sem hann lék Cato, aðstoðarmann lögreglustjórans Clouseau sem Peter Sellers túlkaði svo eftirminnilega.

Kwouk fæddist á Bretlandi en ólst upp í Shanghai, en foreldrar hans voru kínverskir. Fjölskyldan fluttist aftur til Bretlands þegar Kwouk var sautján ára. Tíu árum síðar kom hann fram í fyrstu kvikmynd sinni. Hann vakti heimsathygli fyrir leik sinn í myndunum um Bleika pardusinn en þar var samleikur hans og Peter Sellers fullkominn. Keyrt var á sama brandaranum í öllum myndunum en þar skipaði Clouseau þjóni sínum að ráðast á sig þegar hann ætti síst von á því. Viðureigninni lauk venjulega með því að íbúð Clouseau var lögð í rúst. Eftir að Sellers lést árið 1980 hélt Kwouk áfram að leika í myndunum um Bleika pardusinn en Roger Moore og Roberto Benigni fóru með hlutverk Clouseau í þeim myndum. Alls lék Kwouk í sjö myndum um Bleika pardusinn sem gerðar voru á árunum 1974–1992.

Kwouk lék aukahlutverk í þremur Bond-myndum. Goldfinger, Casino Royale og You Only Live Twice. Hann kom fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og lék langt fram á elliár. Bretadrottning sæmdi hann orðu breska heimsveldisins árið 2011. Kwouk skilur eftir sig eiginkonu, son og fjögur barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife