fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Hin nýja Mary Poppins

Emily Blunt leikur barnfóstruna fullkomnu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 11. júní 2016 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmynd um Mary Poppins mun koma á hvíta tjaldið með Emily Blunt í titilhlutverkinu. Disney myndin um barnfóstruna ráðagóðu frá árinu 1964 er fyrir löngu orðin klassík en þar töfraði Julie Andrews umheiminn með frammistöðu sinni og hreppti fyrir vikið Óskarsverðlaun. Nýja myndin, sem Disney framleiðir, gerist á fullorðinsárum Banks-barnanna, Jane og Michael. Michael á þrjú börn og einn daginn kemur Mary Poppins í heimsókn og leysir úr vanda fjölskyldunnar. Áætlað er að frumsýna myndina um jól 2018.

Það er ekki létt verk að fylgja í fótspor Julie Andrews en ekki ætti að vanmeta hina hæfileikaríku Blunt. Meryl Streep sem lék á móti Blunt í The Devil Wears Prada, sagði að hún væri hæfileikamesta leikkona af yngri kynslóð sem hún hefði unnið með í langan tíma, kannski nokkru sinni. Blunt hefur fimm sinnum verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna, þar á meðal fyrir leik sinn í The Devil Wears Prada.

Blunt var feiminn og óöruggur unglingur sem stamaði og foreldrar hennar ýttu á hana að fara á leiklistarnámskeið til að öðlast sjálfsöryggi – með þeim árangri að í dag er hún heimsfræg og virt leikkona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“