fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Lafði Cora í rokkhljómsveit

Vinnur að handriti ásamt Julian Fellowes

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 29. maí 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Ellizabeth McGovern lék lafði Coru Grantham í Downton Abbey við miklar vinsældir. Leikkonan er 54 ára og hefur í tíu ár verið söngkona í rokkhljómsveitinni Sadie and the Hotheads. Hljómsveitin vakti framan af litla athygli en þegar leikkonan tók að sér hlutverk lafði Coru í Downton Abbey fór áhugi á hljómsveitinni að vakna. Nú er plata á leiðinni.

Leikkonan er að leika á sviði í London, nánar tiltekið í leikritinu Sunset at the Villa Thalia sem gerist á Grikklandi skömmu fyrir valdarán hersins. McGovern er einnig að vinna að handriti ásamt Julian Fellowes, sem er höfundur Downton Abbey. Sagan sem þau vinna að fjallar um eina af stjörnum þöglu myndanna, Louise Brooks.

Mc Govern var á sínum yngri árum trúlofuð Sean Penn í stuttan tíma. Hún hefur í tuttugu ár verið gift breska leikstjóranum Simon Curtis. Þau búa í Bretlandi og eiga tvær dætur.

Þess má geta að leikarinn Hugh Bonneville, sem lék eiginmann hennar, Grantham lávarð, í Downton Abbey lék nýlega á sviði og fór með aðalhlutverkið í Þjóðníðingi Ibsens. Gagnrýnendur hafa hlaðið hann lofi fyrir frammistöðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag