fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Branagh kveður Wallander

Leikarinn hefur fengið frábæra dóma fyrir frammistöðu sína í þáttunum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 25. maí 2016 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BBC hefur hafið sýningar á síðustu þáttaröðinni sem sjónvarpsstöðin gerði eftir bókum Henning Mankell um lögreglumanninn Kurt Wallander en þar fer stórleikarinn Kenneth Branagh með aðalhlutverkið. Í þessari síðustu þáttaröð glímir Wallander ekki einungis við erfið sakamál heldur tekst hann á við andlega hrörnun, en hann er fórnarlamb Alzheimer. Branagh hefur leikið Wallander af og til síðustu ár, á milli annarra verkefna, og hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn.

Það er nóg að gera hjá Branagh, hann mun fara með hlutverk Archie Rice í hinu þekkta leikriti Johns Osborne, The Entertainer, og leikstýra kvikmynd sem gerð er eftir sögunum um Artemis Fowl og leika í stórmyndinni Dunkirk sem Christopher Nolan leikstýrir. Í nýlegu viðtali var hann spurður hvernig hann fyndi tíma fyrir öll þessi verkefni. Branagh svaraði: „Ég er ekki á Twitter, ég hef aldrei notað Facebook og svara töluvpósti seint. Ég sinni vinnunni minni og ver tíma með konunni minni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“