fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Sport

Barcelona til Íslands

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. maí 2016 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn mun spænska stórveldið Barcelona bjóða upp á æfingabúðir í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands. Æfingabúðirnar eru eingöngu ætlaðar stúlkum.

„Íslensk kvennaknattspyrna er kraftmikil og gæði hennar á heimsmælikvarða. Þess vegna horfir FCB nú til Íslands en atvinnumennska komst á með kvennaliði þeirra í fyrra og þar á bæ leggja menn nú mikla áherslu á kvennaboltann,“ segir í tilkynningu sem aðstendendur Knattspyrnuakademíunnar hafa sent frá sér.

„Það er sannarlega heiður að Barça, eitt öflugasta íþróttafélag heims, skuli velja Ísland til að bjóða eingöngu stúlkum, í fyrsta sinn, upp á æfingabúðir þar sem reyndir þjálfarar félagsins þjálfa þátttakendur eftir æfingakerfi þeirra og miðla um leið þekkingu sinni til íslenskra þjálfara.

Æfingabúðirnar verða á Valsvellinum dagana 8.-13. júlí. Þeim lýkur með hófi þar sem varaforseti FCB, Carles Vilarrubí i Carrió, mætir ásamt fleirum. Nánari upplýsingar um lokahófið verða veittar síðar.

Áður en langt um líður er svo stefnt að því að fá kvennalið FCB til Íslands í því skyni að spila vináttuleik við úrvalslið úr Pepsi deildinni.

Skráning er hafin í æfingabúðirnar sem ætlaðar eru stúlkum á aldrinum 10-16 ára. Reiknað er með að færri komist að en vilja og þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá stúlkurnar sínar sem fyrst á

Allir þátttakendur munu fá til eignar Nike æfingagalla og fótbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi
433Sport
Í gær

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld